Stuttklipptur!

Þar sem það er farið að nálgast sex vikur síðan ég fór síðast í klippingu og lubbinn því orðinn hnausþykkur og lítt viðráðanlegur, ákvað ég að skella mér undir skærin. Ég fór á sama stað og síðast þegar ég var klipptur hérna í DK, 99 krónu búllu á Amagerbrogaðe, með það í huga að þynna og snyrta svolítið. Klipparinn sem ég lenti á var hins vegar mun vinnusamari en ég hafði átt von á - þannig að núna stórsér á mér.

Það er kannski fullsterkt til orða tekið að það stórsjái á mér, en það er greinilegur munur. Ekki laust við að mér bregði í hvert sinn sem ég á leið framhjá spegli (sem kannski ekki mjög oft, en þó er einn nokkuð stór í "holinu" mínu).

Þessi sídd hefur farið mér vel í áratugi (ég viðurkenni að hafa hikað áður en ég setti áratug í fleirtölu, en maður er víst að verða roskinn) svo það er engin ástæða til að ætla annað en hún geri það áfram.

Ég hafði velt því fyrir mér að hætta í lubbastandinu, en hafði þó ekki tekið endanlega ákvörðun í þá átt.

Það skondna við þetta er að fyrir nokkrum árum hefði mér þótt þetta í það mesta af eftirlátnu hári, hefði viljað hafa það styttra. Svona breytist maður og smekkurinn með.

Fátæki námsmaðurinn gleðst auðvitað yfir því að það er ekki fyrirsjáanlegt að ég þurfi að fara í klippingu alveg á næstunni...

Og þegar að því kemur gef ég kannski örlítið skýrari fyrirmæli um hvað ég vil.


< Fyrri færsla:
Dúkkur og netklám
Næsta færsla: >
Staðið við fögur fyrirheit
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry