Uppl.ið á uppleið?

Orðið á götunni virðist vera að upplýsingatæknigeirinn sé á hraðri uppleið og jafnvel farið að bera á manneklu. Þannig birtist klausa um þetta í dönsku blaði upplýsingatækniiðnaðarins í vikunni, kempur í bransanum farnar að hafa orð á þessu og svipaðar raddir berast að heiman.

Þannig fékk ég tölvupóst frá félaga mínum frá hinum gömlu góðu dögum sem lýsti því að menn væru farnir að "hed-hönta góða menn "like it's 1999 all over again"!".

Þetta eru vissulega ánægjulegar fréttir fyrir oss stúdenta í IT-i, ekki svo að ég hafi haft áhyggjur af því að finna vinnu að námi loknu - en það er samt gott að vita til þess að nú þegar eru nokkrir aðilar búnir að taka af mér loforð um að hafa samband þegar ég klára, með mögulegt starf í huga.

Svo er bara spurningin hvort maður herjar á bransann heima eða hérlendis. Það kemur í ljós.

Fyrst er víst að ákveða hvað ég ætla að skrifa mastersritgerðina um.


< Fyrri færsla:
Staðið við fögur fyrirheit
Næsta færsla: >
Aðeins um skólann: Eye Tracking
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry