TótiL í grjóti?

Ég fæ ekki betur séð af nýjustu færslu nafna míns Tóta Leifs, en að hún sé blogguð úr tugthúsinu. Sannast sagna veit ég ekki alveg hvað er að gerast, en óneitanlega er þetta soldið spúkí.

Ég veit ekki hvað veldur, enda er Tóti mér vitanlega lítill ofstopamaður (þegar hann er ekki að úlnliðsbrjóta einstæðar mæður. Að vísu er hann stór og sterkur og örugglega óárennilegur þegar hann reiðist. Þannig að mér dettur einna helst í hug að það hafi komið upp aðstæður þar sem einhver hafi misskilið hann eitthvað (enda held ég að danskan hans sé kannski ekki eins lýtalaus og hann sjálfur heldur fram).

Án þess að ég hafi þekkt hann á þeim tíma, finnst mér þetta frekar vera eitthvað sem gæti hafa tilheyrt rótlausum æskuárum hans sem götumálari í útlandinu, en ekki rólegheitatýpunni sem ég þekki núna.

Hann hefur ekki sést á MSN síðan ég tók eftir færslunni og farsíminn er bara með talhólfið á. Ég er hvorki með MSN né farsíma hjá Auju og hún hefur ekki svarað pósti sem ég sendi henni.

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að skilja þetta allt saman, en treysti því að þetta sé bara einhver misskilningur og/eða ýkjur hjá kauða.

Ef einhver veit meira um málið má senda mér línu!


< Fyrri færsla:
Brosir sínu breiðasta
Næsta færsla: >
Pókerfés óskast
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry