Hitt og þetta, aðallega hitt
31. október 2005 | 3 aths.
Tenglalistinn neðst til hægri vinstri í dagbókinnni hefur nú verið uppfærður smávægilega. Kjarnorkukonurnar Birna frænka og Nína Björk hafa báðar lýst yfir blogglokum og færast því í nýjan flokk; "Í dvala".
Fyrir tilviljun uppgötvaði ég að Sigurður Högni skólabróðir (einnig þekktur í ákveðnum kreðsum sem Siggi Huldar) er farinn að blogga á blooggoolb.blogspot.com undir yfirskriftinni "14-2". Um leið er rétt að skella upp tenglum á rokkarann Hjört (sem næstum er fyrrum nemandi minn úr Kvennó) og á vídeóblogg meistara Aðalsteins.
Hafi lesendur athugasemdir við þennan lista, t.d. ef mér eru að yfirsjást einhver fjölskyldublogg - má endilega senda mér línu.
Lagður á vogarskálar meistarans
Í gær kíkti ég svo á hinn árlega lista meistara Jakob Nielsen, Top Ten Web Design Mistakes of 2005 (sem er frekar læsilegur listi og settur fram án teljandi öfga - sem telst til tíðinda þegar Nielsen á í hlut).
Þar sem ég þykist vera meðvitaður vefsmiður er rétt að ég máti mig við helstu vefmistök ársins að mati lesenda hans:
1. Legibility Problems
Saklaus. Hægt er að skala texta thorarinn.com upp og niður að vild. Kontrastar held ég að eigi að vera í lagi.
2. Non-Standard Links
Saklaus. Allir tenglar undirstrikaðir, nema þeir tilheyri leiðarkerfinu.
3. Flash
Á ekki við.
Hér tekur Jakob reyndar á sig sökina fyrir að enn skuli vera til illa útfærðir flassvefir. Gott að hann hefur trú á eigin áhrifamætti.
4. Content That's Not Written for the Web
Saklaus (að mestu). Eðli dagbókarraussins vegna eru textarnir sjaldnast hnitmiðaðir eða lausir við langlokur, en ég reyni þó að búta textann niður í málsgreinar.
5. Bad Search
Á vart við.
6. Browser Incompatibility
Saklaus, ég reyni mitt besta til að sjást "rétt" í öllum vöfrum. Ef eitthvað er tek ég minnst mark á IE.
7. Cumbersome Forms
Á varla við, ég held að innsláttarformið í athugasemdunum sé þokkalega auðskilið.
8. No Contact Information or Other Company Info
Saklaus. Heimilisfang og sími vandlega tilgreint á forsíðu.
9. Frozen Layouts with Fixed Page Widths
Sekur. Því miður eiga töflulausar uppbyggingar og fljótandi uppsetningar ekki alveg nógu vel saman. Ég gæti notað "float"-tækni en valdi að gera þetta svona - meðvitaður um kosti og galla.
10. Inadequate Photo Enlargement
Á varla við.
Niðurstaðan
Ég er sekur um eina synd af þessum 10, það er ágætlega sloppið. Ég held líka að ég sé sammála karlinum og lesendum hans um að þetta séu 10 atriði sem skipta máli, þótt alltaf megi deila um hvort og hvernig hægt sé að raða þeim í lógíska röð.
Að lokum: Útópískir skjáir
Í blálokin má ég til með að skjóta hér inn tengli á soldið flotta breiðskjái. Mig langar í svona!
Það held ég að sá fimmfaldi gæti verið geðveikur í fyrstu persónu skotleik! (Ég gæti samt alveg sætt mig við einn þrefaldan...)
Einhverjar efasemdir eru raunar um það hvort um sé að ræða gabb, en það er óþarfi að láta góða sögu líða fyrir kröfur um sannleika.
Alltaf gaman að láta sig dreyma.
Athugasemdir (3)
1.
Hjörtur reit 31. október 2005:
takk fyrir tengilinn væni. Ég gerði slíkt hið sama á minni síðu...
2.
Þórarinn sjálfur reit 31. október 2005:
Ekkert að þakka, kúturinn minn.
3.
Siggi Högni (hennar Huldar) reit 31. október 2005:
Sæll Tóró. Ég verð að viðurkenna að sem reglulegur lesandi þinn hef ég ekki fyrr tekið eftir þessum tenglum. Mér er hinsvegar heiður að fá bás þar. Ég hef reyndar komið þér fyrir á minni síðu án þinnar viðurkenningar. Svona býður netið upp á að ókunnugir geti valið sér vini og tengsl án þess að það þurfi að eiga nokkra stoð í raunveruleikanum. Ég tel mig þó hafa nokkra stoð...
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry