nóvember 2005 - færslur
05. nóvember 2005 | 2 aths.
Ef það er eitthvað sem hristir upp í dönskum samnemendum þá eru það gerræðislegar ákvarðanir skólayfirvalda - sérstaklega ef þær ganga út á það að banna aðgang nemenda að lífsvökvanum sálfum!
05. nóvember 2005 | 1 aths.
Það er í persónulegri tísku að hafa fyrirsagnir stuðlaðar og innihaldandi bjór. Hér segir frá lygilegu meti í sölu á jólabjór og þynnkubolta sem stóð að marki undir nafni.
06. nóvember 2005 | 0 aths.
Gutlað við nýjan myndskreytistíl fyrir boltaleikinn víðfræga. Aðlögun að stílnum gengur hægt en örugglega, þótt honum fylgi vangaveltur.
09. nóvember 2005 | 2 aths.
Segir hér af skyndilegri veruleikaáttun, jólaauglýsingum, raunsprengingum, stafrænum uppskurði og heimilistækjakaupum.
09. nóvember 2005 | 0 aths.
Hér sit ég hjúpaður í teppi og er að reyna að jafna mig eftir vonbrigði dagsins; það var enginn Lost þáttur í sænska sjónvarpinu í kvöld! Ég er miður mín og sé ekki fram á að geta gert neitt af viti í kvöld (enda er klukkan að skríða í ellefu).
11. nóvember 2005 | 0 aths.
Segir hér af falboði eigin hæfileika, hvítum lygaýkjum, nammisníkjum og forvitnilegum hugsanlega mögulegum framtíðarvinnustað (að mörgum spurningum svöruðum og uppfylltum). Einnig er kynnt til sögunnar glænýtt nýyrði fyrir slitið tugguhugtak yfir innihaldslausar klisjur.
13. nóvember 2005 | 0 aths.
Frásögn af myntulaufaáti og góðu geimi á Österbro, rigningu um alla borg og rokki í steríó á Vesterbro. Með hljóðdæmi und alles.
14. nóvember 2005 | 11 aths.
Hér með er gerð opinber nýjasta prufuútgáfa af boltaleiknum ógurlega, útgáfa 0.6. Við hafa bæst grafík, stigaútreikningar og sprengingar! Lesendur eru hvattir til að spreyta sig og senda mér athugasemdir.
15. nóvember 2005 | 4 aths.
Útgáfan Balls 0.6 hefur fengið heilmikil viðbrögð (sem er alveg frábært fyrir lokasprettinn sem nú fer í hönd). Frekar en að prjóna við svarhalann við færsluna frá í gær, ákvað ég að skrifa frekar sér færslu og svara þeim athugasemdum sem ég hef fengið og útskýra aðeins hvers vegna hlutirnir eru (ennþá) eins og þeir eru.
15. nóvember 2005 | 0 aths.
Karl faðir minn er staddur hér í kóngsins K. til að taka þátt í lækningamannaráðstefnu sem byrjar á morgun. Við hittumst seinnipartinn í gær, spásseruðum um gömlu borgina og éttum góðan mat. Í dag fórum við svo í ferðalag til útlands og þar borðaði ég þorsk.
16. nóvember 2005 | 0 aths.
Í dag fór ég í síðasta fyrirlesturinn í Usability-kúrsinum. Það var um leið síðasti formlegi fyrirlesturinn minn hér í ITU. Eftir hann hittumst við í verkefnahópnum og héldum okkar síðasta formlega fund, sem sömuleiðis var síðasti verkefnafundurinn minn hér í skólanum. Svolítið skrýtin tilhuxun.
17. nóvember 2005 | 3 aths.
Enn lítur ný útgáfa dagsins ljós, boltarnir sjálfir hafa breytt um svip, stigakerfið hefur verið endurhannað frá grunni og teiknimyndafonturinn ætti núna að skila sér í öllum skilaboðum. Sprengiborðin hafa líka gerbreytt um karakter.
21. nóvember 2005 | 3 aths.
Hér sit ég í tölvuleikjaveri ITU og hef aldrei verið jafn snemma í skólanum áður, enda gerræðislega flæmdur af heimili mínu. Hingað var ég kominn fyrir klukkan átta eftir stuttan svefn og sé ekki fram á að eiga afturkvæmt í kot mitt fyrr en síðdegis í dag.
23. nóvember 2005 | 5 aths.
Þá er þetta allt að smella. Nú er hægt að velja hvers konar leik maður kýs (þrautir eða snerpu), komnar leiðbeiningar og snotrari grafík. Ég stefni að því að brenna endanlegu útgáfuna á geisladisk á fimmtudag, þannig að snarleg krítík er vel þegin.
25. nóvember 2005 | 1 aths.
Þá er ég hættur þessu helv. Komið nóg af forritun, hönnun, viðmótspælingum og villuleit!
26. nóvember 2005 | 2 aths.
Góð ferð var gjörð upp á Vesterbro í gær, afmæli hjá Aðalsteini og svo tónleikar með Mugison á Vega, efterfølgt af spjalli við íslíngakreðsuna (og stöku "útlending").
26. nóvember 2005 | 3 aths.
Sá voveiflegi atburður varð á heimili Jóns Heiðars, vinar míns og fyrrum sambýlismanns, síðastliðinn miðvikudag að eintak hans af tölvuleiknum "Command and Conquer Generals" sprengdi sjálft sig í loft upp og geisladrifið með. Fyrstu fréttir voru óljósar varðandi slys á fólki, en nú virðist ljóst að enginn hefur slasast alvarlega (að frátalinni barbídúkkunni sem gegnir starfi ritstjóra JónGroup).
26. nóvember 2005 | 0 aths.
Er hér stiklað á stóru um það sem ófært var til bókar af hingaðsókn föður míns í áðurliðinni viku.
28. nóvember 2005 | 0 aths.
Hér segir af byttum í strætó í jólastemmaranum (eins og Margrét systir myndi orða það), rólegu starti enn eins lokaspretts, áhugaverðu myndbandi, græjusýningu og einhverju smálegu öðru.
29. nóvember 2005 | 2 aths.
Fyrsti alvörudagurinn í fyrirhugaðri dugnaðarskorpu fór ekki alveg eins og til var ætlast. Það að fyrirætlanir skyldu bregðast kom mér svo sem ekkert óvart, en það hversu glæsilega þær fóru í vaskinn var eitthvað sem ég hafði ekki gert ráð fyrir.
30. nóvember 2005 | 2 aths.
Verkefnið mjaaakast í rétta átt, en í hádeginu tók ég mér hlé og heimsótti Tóta í vinnuna hans í Christianshavn. Þaðan röltum við yfir í Christianiu til að fá okkur í gogginn (mat, svo það sé alveg á hreinu). Núna er einbeiting mín að verkefninu slík að ég er að þvælast um netið, ekki til að afla gagna um útsendingar í farsíma heldur er ég að lesa mér til í Íslendingabók.
30. nóvember 2005 | 0 aths.
Ég var að kveikja á því að tónleikarnir með Starsailor sem ég hafði alvarlega velt því fyrir mér að spá í að fara kannski á eru á morgun! Reyndar eru enn til miðar, en ég er búinn að lofa mér í jólaglögg hérna á hæðinni (auk þess að hafa ekki samið við neinn um að koma með mér).