Bomba skekur ITU: Barinn bannaður

Þrátt fyrir aðdáun Dana á kúnstinni að debatera er hvorki hægt að segja að stúdentapólitík hér í ITU sé fyrirferðarmikil né dramatísk. Í nýafstöðnum kosningum varð t.d. sjálfkjörið í allar stöður þar sem hvergi buðu fleiri en einn sig fram. En ef það er eitthvað sem ætti að geta hrist umræðuna í gang er það hin nýframkomna staðreynd að skólinn mun banna föstudagsbarinn 25. nóvember, þegar kúrsahluta annarinnar lýkur með allsherjar verkefnaskilum og hefð er fyrir að skála aðeins fyrir þeim tímamótum (og segja frægðarsögum af atburðum vökunæturinnar sem oft vill verða).

Nú mun þessi lokadagur rekast á sýningu/ráðstefnu sem haldin verður hérna í skólanum og (að því er virðist) af ótta við að nemendur á leið á kamrana reki sig utan í sýningarbása (eða sulli á þá), hefur Facilities Management (snobbnafn á húsvarðadeildinni) ákveðið að banna að halda Fredagsbar þennan dag.

Nánar um málið í ReadIT - vefriti skólans (eða sama grein á ensku fyrir þá sem það kjósa).

Nýnemar haustsins munu því líklega missa með öllu af verkefnalokastemmningunni á þessari önn, ég sé ekki fyrir mér að það verði margir sem sitja frameftir kvöldi 23. desember eftir að hafa skilað verkefnum verkefnamánaðarins. (Sjálfur ætla ég að skila degi fyrr og verð vonandi kominn á Egilsstaði um það leyti sem skrúfað verður frá krönum á Þorlák.)

Festudvalget (sem stendur fyrir barnum í sjálfboðavinnu) hótar að láta hart mæta hörðu og hætta að taka að sér að opna barinn að beiðni þeirra sem halda uppákomur í húsinu (sjá debatt-forumið).

The Boston Tea-Party hvað? Hér er "sku" Copenhagen Beer Fight í uppsiglingu...


< Fyrri færsla:
Fimmtíu sinnum hraðvirkari en áður
Næsta færsla: >
Bjór og bolti
 


Athugasemdir (2)

1.

Hjörtur reit 05. nóvember 2005:

þetta er reginhneyksli!! Er þá ekki bara stefnan tekin á Smut Inn hérna hjá okkur??

2.

Þórarinn sjálfur reit 05. nóvember 2005:

Það yrði reyndar fróðlegt að sjá hálft ITU blandast saman við öryrkjana sem virðast vera fastagestir á Smut Inn. Let´s do it!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry