Þáttaskil
16. nóvember 2005 | 0 aths.
Í dag fór ég í síðasta fyrirlesturinn í Usability-kúrsinum. Það var um leið síðasti formlegi fyrirlesturinn minn hér í ITU. Eftir hann hittumst við í verkefnahópnum og héldum okkar síðasta formlega fund, sem sömuleiðis var síðasti verkefnafundurinn minn hér í skólanum. Svolítið skrýtin tilhuxun.
Í næstu viku verða nemendafyrirlestrar í usability kúrsinum og í flassinu eru bara eftir tveir tímar þar sem boðið verður upp á aðstoð við verkefnin. Í usability hópnum eigum við eftir að fínpússa skýrsluna (verður gert í tölvupósti) og svo munu ég og Emilie sjá um að halda stutta kynningu á niðurstöðunum okkar.
Það verður örstutt generalprufa á það hvernig okkur mun ganga að skrifa lokaverkefni saman (eins og allt stefnir í - þótt viðfangsefnið sé enn óákveðið).
En það eru sem sé að verða ákveðin straumhvörf í þessu námi mínu - merkilegt hvað tíminn á það til að líða hratt...
Desember fer svo í að ég vinn einn að mínu farsímaverkefni, janúar í tvö próf og lox byrjar lokaáfanginn formlega í byrjun febrúar.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry