Balls 0.7

Hér með er útgáfa 0.7 af Balls kynnt til sögunnar. Ég er búinn að teikna boltana upp aftur og á reyndar sjálfur eftir að venjast nýja lúkkinu, en ég held að þetta útlit sé meira í stíl við annað í leiknum.

Stigakerfið hefur líka gerbreyst. Nú er ekkert tillit tekið til tíma á þrautaborðum og mest hægt að fá 200 stig á hverju borði. Þar af eru 100 gefin fyrir síðustu 20%, þannig að það er mikill munur á því að klára 80% eða 85%.

Sprengingarnar á sprengjuborðinu eru líka orðnar mun villtari en áður (látið ykkur ekki bregða).

Prófaðu Balls 0.7

Athugasemdir, athugasemdir, athugasemdir og athugasemdir óskast.

Takk fyrir.


< Fyrri færsla:
Þáttaskil
Næsta færsla: >
Krænkelse af manneskjuréttindum mínum
 


Athugasemdir (3)

1.

Gísli reit 18. nóvember 2005:

Þetta er betra svona. En alltaf má nú samt finna að hlutunum...

1. Rangur fontur á texta á undan borðum.
2. Rangur fontur á replay "takka" á eftir borðum.
3. Man ekki hvað þú sagðir um reykinn, er ekki hægt að hafa hann meira transparent.
4. Hvað með að láta sprengju sem springur upp við aðra sprengju, starta sprengingu í henni.
5. Spurning með klukku og skjálftamæli. Mega þau ekki bara yfirgefa svæðið. Maður má hvort sem er ekkert vera að því að fylgjast með þeim. (en svo þarf náttúrulega líka að sýna kennaranum að þú getir gert þetta þannig að...)
6. "Böggur", "fídus" eða svo kallað páskaegg. (Veit ekki hvort ég megi kjafta þessu hér, þú beitir þá bara ritstjóravaldi þínu og eyðir þessu síðasta). Rakst á það fyrir tilviljun að ef maður heldur niðri vinsti músartakkanum þá hoppa kúlurnar ekki. Maður kemst þannig yfir gular kúlur og sprengjur án þess að virkja þær og getur því náð hámarksbónus hvað eftir annað.

Over and out.

2.

Þórarinn sjálfur reit 18. nóvember 2005:

Takk Gísli,
fontamálin þarf ég greinilega að tékka betur á öðrum vélum en minni (sem alltaf sýnir réttan font) - pirrandi að þurfa að merkja hvert einasta textasvæði og segja því að embedda líka sama font og öll hin textasvæðin...

Það að hafa reykinn ógegnsæjan er hönnunarákvörðun, tekin til að halda betur í cartoon stílinn. Hitt fannst mér ekki vera að virka.

Það væri einfalt að búa til keðjuverkun hjá sprengjunum og væri örugglega mjög tilkomumikið, en það myndi um leið taka alla þraut úr borðunum!

Núna felst þrautin aðallega í því að ef t.d. þrjár bombur eru samliggjandi: "ABC" þarf að velja hverja maður sprengir, ef maður sprengir B missir maður bæði A og C, en annars væri hægt að sprengja bæði A og C (sem ætti að skila meiri árangri).

Ef sprengjurnar yllu keðjuverkun væri alveg sama hvaða bombu maður snerti fyrst, þær myndu allar springa. Þá myndu borðin bara vera spurning um það hversu heppilega bomburnar hafa raðast upp, en hefðu ekkert með ákvarðanatöku spilarans að gera.

Skjálftamælirinn er líklegur til að missa líf sitt, tilvera klukkunnar verður endurmetin þegar ég verð búinn að búa til hraðaborðin.

Músartakkasvindlið er staðreynd sem ég ætla ekkert að reyna að fela lengur. Það er sá böggur sem ég er að rembast við að leysa núna. Gallinn er bara að Flash er ekki með neinn innbyggðan "event" sem getur gripið þetta, enda held ég að almennar viðmótsreglur geri ekki ráð fyrir að takki sem maður fer yfir með músahnappinn niðri bregðist við því á nokkurn hátt.

Til þess að geta leyst þetta þarf ég því að fara leiðinlega neðarlega í hírarkíinu og reyna að forrita minn eigin event. Er ekki viss um að það takist...

3.

Jón H reit 20. nóvember 2005:

Tóró, you´ve got balls dude

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry