Balls 0.8

Þá er þetta allt að smella. Nú er hægt að velja hvers konar leik maður kýs (þrautir eða snerpu), komnar leiðbeiningar og snotrari grafík. Ég stefni að því að brenna endanlegu útgáfuna á geisladisk á fimmtudag, þannig að snarleg krítík er vel þegin.

Prófið BALLS 0.8 !

Nokkrar athugasemdir:

 • Nú á að vera hægt að fá 200 stig á hverju borði (reyndar háð því hversu heppinn maður er með uppröðun á einstaka borðum), en það að fá 150+ stig á hverju borði ætti að vera raunhæft markmið...
 • Skalinn er reyndar veginn þannig að öll mistök fækka stigum mjög snarlega.
 • Alls eru 20 borð í leiknum, ef maður strandar á einhverju þeirra er alltaf hægt að stökkva yfir á það næsta.
 • Ekki er lengur hægt að svindla með músartakkanum.
 • Tab - svindlið er líka úr sögunni.
 • Ég á eftir að snurfusa aðeins bakgrunninn, þannig að "stökkmælirinn" á örugglega eftir að hverfa.
 • Ég geri ráð fyrir að útgáfan sem ég skili verði nr. 0.9 - þess vegna er það númerið í "about" upplýsingunum.

Spurningar til "leikenda":

 • Hvað finnst ykkur um borðin? Er "framvindan" jöfn og stígandi, eða er eitthvað sem virkar alveg út úr kú?
 • Hvað með leiðbeiningarnar? Eru þær skiljanlegar?
 • Nú eru 9. og 10. borð í hraðaafbrigðinu sams konar, tillögur að meira viðeigandi "grand finale" eru vel þegnar.

Þess má til gamans geta að stigagjöfin á hverju borði er miðuð við mína eigin frammistöðu, þannig er hún sköluð til þar til ég næ fullu húsi með góðri frammistöðu (eða því sem næst fullu húsi). Þetta þýðir að ég er búinn að leika hvert einasta borð ansi oft - en mér verður samt alltaf jafn hverft við ef ég rek mig óvart í sprengju. Það hlýtur að vera góður mælikvarði á innlifunargildi leiksins.

Ógert:

 • Ég á eftir að búa til og tengja "preloader", það er aðeins meira bras en ég átti von á (vegna þess hvernig leikurinn er forritaður).
 • Eins og áður er nefnt á ég eftir að fjarlægja stökkmælinn, hans dagar eru taldir.
 • Ég held að fontamálin eigi að vera í lagi núna, en á eftir að prófa það í annarri tölvu.
 • Svo á ég eftir að snyrta örlítið til í kóðanum og fara yfir kommentin, en það ætti ekki að muna neinu fyrir þá sem spila ;)
 • Ég er á að giska hálfnaður með að skrifa skýrsluna sem ég á að skila með, það ætti ekki að verða mikið mál að klára hana úr þessu.

< Fyrri færsla:
Krænkelse af manneskjuréttindum mínum
Næsta færsla: >
Hættur!
 


Athugasemdir (5)

1.

Sigmar reit 23. nóvember 2005:

Ég mæli með:
-Breyta stigagjöf í finna bolta án sprengja borðinu, ég gerði eiginlega bara e-ð og var ekki snöggur að því en fékk 200 stig á báðum
-Forrita sjálfur Restart, á þeim borðum sem þú átt fyrst að gera grænar hvítar og svo sprengja, þegar sprengja springur áður en öllum hefur verið breytt...eins og þetta er núna öskrar það á mann að þú gast ekki forritað það
-Svo lenti ég í því allt í einu að ég gat ekki smellt á neitt (var að gera restart í 3ja sinn í level 10 í puzzle hlutanum

2.

Þórarinn sjálfur reit 23. nóvember 2005:

Takk fyrir ábendingarnar.

- Stigagjöfin ætti að vera miðuð við mína eigin hraðamælingu, hins vegar er boltunum handahófsdreift og það er hæglega hægt að vera heppinn tvisvar í röð. Ég kíki betur á þetta.
- Varðandi restartið þegar grænu boltarnir springa, þá var það eitthvað sem ég ætlaði að vera búinn að gera, en steingleymdi því svo. Græja það.

3.

Þórarinn sjálfur reit 23. nóvember 2005:

Nú stoppar leikurinn ef grænn bolti springur fyrr en til er ætlast. Kíki á stigin seinna í dag.

4.

Þórarinn sjálfur reit 23. nóvember 2005:

Búinn að herða stigakröfurnar á borðinu með bombunum fjórum.

Stökkmælirinn er horfinn (blessuð sé minning hans).

Stillti af smá flökt í niðurstöðuskiltinu.

En eins og Hallgrímur sagði: Þetta er allt að koma.

5.

Jón Heiðar reit 23. nóvember 2005:

I like your Balls. They are really fun to play with.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry