Hættur!

Þá er ég hættur að bæta við Balls, lokaútgáfa fékk útgáfunúmerið 0.9 og hefur nú verið brennd á geisladiska, sett á skólavefsvæðið mitt og á thorarinn.com/balls/.

Nú er kominn voða sætur pre-loader sem lesendur með hægar tengingar sjá kannski glytta í.

Ég breytti lokaborðinu í speed-hlutanum og tókst að lauma inn tilvitnun í StarWars. Ég var fyrst að hugsa um tilvitnun í Karate Kid - en hætti svo við það aftur.

Ég fékk áskorun um að láta upphaflega "teaserinn" fylgja með og eftir að ég var búinn að skrifa alla skýrsluna (og sá fram á að þetta myndi hafast) ákvað ég að kíkja á að uppfæra hann.

Það reyndist lítið mál að uppfæra útlitið á boltunum (blessunarlega hafði ég sett þetta gáfulega upp), en ég gat ekki látið þar við sitja, heldur ákvað að bæta við smá tónlist(!) og gera tempóið hraðara en það var áður. Það tók að sjálfsögðu lengri tíma en ég hafði fyrst gert ráð fyrir - sérstaklega þar sem ég þurfti líka að búa til "pop-up" virkni inni í leiknum.

Ég er hins vegar mjög ánægður með hvernig þessi pop-up virkni kom út (sjá "GAME TEASER" í valmyndinni). ("BALLS TEASER" kom líka til greina, en gæti kannski misskilist, a.m.k. dansar það hárfínt á grensunni...)

Það er hins vegar alveg ljóst að ef ég hefði varið jafn mikilli vinnu í öll önnur fög og ég hef gert með þennan blessaða leik, þá væri ég geðveikt fróður orðinn. Og um leið líka geðveikt geðveikur, enda búinn á köflum að loka mig inni og sitja yfir þessu langt fram á nætur þegar verst lét.

En nú er bara tékka af geisladiskana sem ég er búinn að brenna, skila, kíkja á sýninguna sem búið er að setja upp í skólanum (með miklum fyrirgangi og brambolti), kíkja á fredagsbarinn (sem verður haldinn þrátt fyrir allt). Þaðan liggur svo leiðin í afmæli til Aðalsteins og á Mugison í Vega.

Eftir helgina þarf ég svo að bretta upp ermar og fara að vinna í 16 vikna verkefninu sem hefur setið rækilega á hakanum undanfarnar vikur.

Og svo var það þetta smáatriði með að velja sér viðfangsefni fyrir mastersritgerð...


< Fyrri færsla:
Balls 0.8
Næsta færsla: >
Mugison í Vega
 


Athugasemdir (1)

1.

Mardí reit 25. nóvember 2005:

Til hamingju með að vera búinn:)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry