Voveiflegt fráfall

Sá voveiflegi atburður varð á heimili Jóns Heiðars, vinar míns og fyrrum sambýlismanns, síðastliðinn miðvikudag að eintak hans af tölvuleiknum "Command and Conquer Generals" sprengdi sjálft sig í loft upp og geisladrifið með. Fyrstu fréttir voru óljósar varðandi slys á fólki, en nú virðist ljóst að enginn hefur slasast alvarlega (að frátalinni barbídúkkunni sem gegnir starfi ritstjóra JónGroup).

Myndir af vettvangi:

Mynd af vettvangi

Önnur mynd af vettvangi

Ekki er vitað hvað leiknum gekk til með þessu athæfi sínu, en á einu sprengjubrotanna fannst letrað "Challenge everything". Hryðjuverkabrotadeild ríkislögreglustjóra kannar nú hvort þetta kunni að vera skilaboð frá áður óþekktum öfgahópi.

Undirbúningur mun hafinn að fjársöfnun til handa Jóni til kaupa á nýju eintaki af leiknum. Forsvarsmaður söfnunarinnar, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að undirbúningi að henni miðaði vel - verið væri að ganga frá samningum við símafyrirtækin um innhringinúmer.

Aðspurður um það hvort ekki væri frekar ástæða til að safna fyrir nýju geisladrifi frekar en nýjum leik taldi hinn ónefndi forsvarsmaður að það hlyti að falla í hlut Jóns sjálfs að kaupa vélbúnað, hins vegar væri ekki hægt að horfa upp á jafn annálaðan afreksmann í stafrænum íþróttum þurfa að líða fyrir skort á æfingum og því væru kaup á nýju eintaki af leiknum viðfangsefni landssöfnunarinnar.

Ritstjórn thorarinn.com vill koma á framfæri bestu kveðjum til Jóns Heiðars og fjölskyldu og vonar að heimilismenn verði fljótir að jafna sig á þessu áfalli.

Ritstjórnin veltir því einnig fyrir sér hvort nú, þegar barbídúkkan sem gegnt hefur hlutverki ritstjóra JónGroup er alvarlega slösuð - hver muni taka við hlutverki hennar og hvaða áhrif það kann að hafa á fréttastefnu og fréttaskýringar vefs JónGroup?

Slasaði ritstjórinn

Frumheimildir:


< Fyrri færsla:
Mugison í Vega
Næsta færsla: >
Pabbapunktar
 


Athugasemdir (3)

1.

Jón Heiðar reit 26. nóvember 2005:

:-)

Hér hafa stórvirkar vinnuvélar verið að vinna að rústabjörgun og undirbúningi endurreisnar sem taka mun mörg ár. Leit að nýjum ritstjóra er í gangi og verður staðan væntanlega auglýst laus til umsóknar á næstu dögum.

Og svo er maður bara að skoða tölvur. Þetta virðist t.d. vera sexy motherfucker.

Kemur í verslanir hér á landi nk mánudag. VISA kortið er tilbúið ...

2.

Þórarinn sjálfur reit 27. nóvember 2005:

Ég sé þig alveg fyrir mér með þennan grip í kjöltunni, liggja makindalegur uppi í sófa með bjór í einari, sendandi herskara stafrænna fótgönguliða út í opinn dauðan "for the greater good".

3.

Jón Heiðar reit 27. nóvember 2005:

Nákvæmlega :)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry