Seint í rassinn gripið
30. nóvember 2005 | 0 aths.
Ég var að kveikja á því að tónleikarnir með Starsailor sem ég hafði alvarlega velt því fyrir mér að spá í að fara kannski á eru á morgun! Reyndar eru enn til miðar, en ég er búinn að lofa mér í jólaglögg hérna á hæðinni (auk þess að hafa ekki samið við neinn um að koma með mér).
Á föstudaginn eru svo Junior Senior, sem ég hef löngum haft lúmskt gaman af, upptroðandi á Vega. En það kvöld ætla ég að reyna að tæla íslendingagengið í ITU til fjárhættuspila að heimili mínu.
Það stefnir því óðum í tónleikafæð þessa vikuna. Svona er maður ómenningarlegur...
(Segir letipúkinn sem farið hefur á tvenna tónleika á undanförnum 16 mánuðum!)
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry