Jólahurðin 2005

Jólaföndurflipp ársins. Hugmyndin kviknaði þegar ég var að reyna að sofna í gær.

Látum myndirnar tala:

Kennaratyggjó í röðum

 

Verkið hafið

 

Umbúnaður kringum húninn

 

Frágangur kringum lamirnar

 

Húnninn að utan

 

Hurðin að utan

 

Hurðin að innan

Hráefni og verkfæri

 • Extra stór rúlla af jólagjafapappír
 • Drjúgur slatti af kennaratyggjói
 • Dúkahnífur og/eða skæri
 • Límband
 • Piparkökur
 • Tónlist við hæfi (hér varð fyrir valinu playlistinn "Greddurokk of sorts" með Nirvana, Guns 'N' Roses, Metallica og félögum)

Ábendingar

 • Venjulegur jólapappír er ca. 70x200 cm. Rúllan sem ég notaði er 100x300 cm.
 • Það að hafa kennaratyggjóið í skipulegum röðum er ekki bara fyrir reglufíkla, það er miklu auðveldara að finna það utanfrá ef maður veit hvar maður á að leita.
 • Ekki spara kennaratyggjóið.
 • Það borgar sig ekki að festa pappírinn nema til bráðabirgða fyrr en maður er búinn að skera gatið fyrir hurðarhúninn, eftir það er hægt að strekkja pappírinn miðað við húninn.
 • Það er upplagt að styrkja hornin með teipi, það sést ekki að utan.
 • Stirðbusar sem ekki hafa hreyft sig lengi gætu lent í því að togna aftan í læri með dularfullum hætti...

Nokkrir nágrannar áttu leið framhjá þegar ég var að brasa við þetta og fengu vart mælt fyrir hrifningu. Ég hef tekið ótvírætt forskot í jólaskreytingageðveiki hæðarinnar.

En nú er kannski kominn tími til að kíkja aðeins á lærdóminn...


< Fyrri færsla:
Sálarrannsóknir svefnpurrku
Næsta færsla: >
Flengdur!
 


Athugasemdir (4)

1.

Elli reit 06. desember 2005:

Þú rúlar!

Hættu að svekkja þig á því að ná ekki að vakna fyrir hádegi. Hættu bara í skólanum því það bíður þín greinilega ferill í hinum harða heimi föndurs og handiðnar. You go girl!

"einhversstaðar á klakanum situr mamma og er stolt af mér,
því nú er ég föndrari,
og algjör söksess..."

2.

Þórarinn sjálfur reit 06. desember 2005:

Ég kýs að trúa því að framtíð mín liggi í stafrænu föndri og þrjóskast því við í náminu...

3.

Jón Heiðar reit 06. desember 2005:

You need help dude.

4.

Þórarinn sjálfur reit 07. desember 2005:

Ég neita því ekki að það hefði verið ágætt að hafa aðstoð við verkið, en þetta gekk bara merkilega vel þótt ég væri einn...

;)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry