Jóladónó og jóla-death

Félagi Jón Heiðar fór í leikhús á Jólaævintýri Hugleiks. Jóni þykir óþarflega mikið um dónabrandara í yfirlýstri fjölskyldusýningu, þekkjandi hugleikara (og sér í lagi höfunda sýningarinnar) kemur það mér ekkert á óvart að neðanmittishúmor svífi yfir (og undir) vötnum. Hann veltir því fyrir sér hvort þeir:

[...] hafi verið settir í sýninguna sem gamalkunnugt úrræði hinna hugmyndasnauðu enda ófyndnir.

Mér þykir hart ef satt reynist, en byggt á kynnum mínum af höfundum held ég að svona húmor sé þeim það ríkulega í blóð borinn að þeir geti lítið að honum gert.

Í framhaldi af færslu Jóns datt ég inn á sýnishorn af lögum úr sýningunni á rokk.is. Þar er að finna upplýsingar um hljómsveitina Forynjur og draugar sem sér um tónlistarflutning í leikritinu. Sérstaka athygli mína vekur yfirlýst tónlistarstefna hljómsveitarinnar: Jóla-death.

Ég hef því ákveðið, þar til annað verður ákveðið, að prjóna "Jóla-death" við MSN auðkennið mitt.

(Þessa hugtakanotkun ber ekki að setja í samhengi við fyrri umræður um skammdegisdoða, enda algerlega óskylt.)

Persónuleg úttekt á dónahúmornum verður svo framkvæmd milli jóla og nýárs.

MSN nafn mánaðarins

Þessu næstum algerlega ótengt: Viðurkenningu thorarinn.com fyrir besta MSN nafn desembermánaðar fær Birna frænka sem um þessar mundir gengur undir nafninu Gunde Svan.

Skilji þeir sem vilja.

Post jólakvöldverður

Julefrokosturinn í gær fór vel fram. Góð stemmning og prýðilegur matur (af einfaldara taginu). Íslenska brennivínið mæltist misvel fyrir, en hörðustu kempur kunnu vel að meta það.

Kannski rita ég gúrmeiíska úttekt á upplifuninni við tækifæri. Kannski ekki.

Ég dró mig í hlé um tvöleytið og vaknaði frískur og sprækur sem sumarfugl í morgun.

22

Verkefnaskrif mjakast í rétta átt, ef ég prófa að skipta yfir í 11 punkta letur og línubil 1,5 fer textinn núna í 22 síður (með minnispunktum um enn sem komið er óskrifaða kafla). Ætli lokaskjalið verði ekki um 30 síður, það væri hæfilegt.


< Fyrri færsla:
Statusrapport
Næsta færsla: >
Afmælisstúlkan
 


Athugasemdir (7)

1.

Hulda Hákonardóttir reit 12. desember 2005:

Jahérnahérna! Hann Jón vinur þinn er annað hvort með ofnæma heyrn eða sérstakt ímyndunarafl. Ég hef bæði lesið handritið nokkuð oft, mætt á margar æfingar og allar sýningar og ég hef ekki orðið vör við nema 5 neðanbeltis sem eru svo vel innpakkaðir að erfitt er að ímynda sér að lítil börn hafi forsendur til að skemmta sér yfir þeim. Hins vegar er margt annað í sýningunni sem þau skríkja yfir...
Bið svo að heilsa þér og hlakka til að sjá þig í leikhúsinu.
Hulda

2.

vælan reit 12. desember 2005:

ja, það var nú kannski frekar blótið sem var ansi mikið frekar en neðanbeltishúmorinn (þó hann hafi líka verið óþarfi.. .það ER hægt að vera fyndinn án hans, sjáiði bara Eddie Izzard) og það var ekkert bara Jón sem hjó eftir þessu, ég gerði það líka og þeir þrír fullorðnu sem voru með okkur, auk nokkurra annarra sem ég hef heyrt tala um það sama. Þetta er jú auglýst fjölskyldusýning, og er mjög skemmtileg sem slík þó orðbragðið hafi verið óþarflega gróft stundum.. sérstaklega fyrir þá matinee sýningu sem við sáum og var troðfull af börnum.

Maður verður nú líka að geta tekið gagnrýni á verk sín, það ætti ég nú að vita ;)

3.

Hulda reit 13. desember 2005:

Í fyrsta lagi:

Jón kvartaði yfir neðanbeltishúmor, ekki blóti, og það var það sem mitt komment fjallaði um.

Í annan stað:

Að "taka gagnrýni" er ekki það sama og að beygja sig þegjandi og hljóðalaust þegar gagnrýnandi fer rangt með. Að tala um 4-5 neðanbeltisbrandara sem "endalausa runu" í 2ja tíma sýningu er einfaldlega ekki rétt.
Gagnrýnendur mega hafa skoðanir en eiga að fara rétt með staðreyndir.

Það vita allir :o)

4.

vælan reit 13. desember 2005:

júbb sosum rétt.. jón gleymdi að minnast á blótið en hann var nú samt sem áður að hugsa um það líka.

En hér með er komið á framfæri minni gagnrýni á sýninguna.
Að mínu mati var of mikið blót og óþarfa (þó fáir hafi verið) neðanbeltisbrandarar í annars frábærri sýningu Hugleiks á jólaævintýri dickens.. annað hvort er sýningin ætluð fyrir unga krakka eða ekki ;)
Þið megið láta þetta berast og einnig þökkum frá mér, ég skemmti mér stórvel eins og á öllum hugleikssýningunum sem ég hef séð og eru þær ófáar!

5.

bibbi reit 13. desember 2005:

Ekki veit ég hvaða Eddie Izzard þú hefur verið að fylgjast með en ég hef nú séð hann segja allsvakalega brandara sem virða engin siðferðis- eða velsæmismörk. En mikið djöfull er hann fyndinn og getur vissulega verið fyndinn án þessa.. Og það getum við svosem líka hélt ég.......

6.

Gummi reit 13. desember 2005:

Ég held þetta sé nú ekkert meira en t.d. í Shrek, þar er m.a.s. meiri neðanbeltishúmor en í Jólaævintýrinu. Og sá eini sem blótar er Ebeneser, svona rétt á meðan hann er vondur. Enda blótar enginn nema hann sé vondur. Vont fólk drekkur líka kók (sbr. bækur Eðvarðs Ingólfssonar), en það var ekki komið kók í sveitina á þessum tíma. Enda hefði Ebbi örugglega ekki tímt því að kaupa það, nema kannski goslaust.

7.

Jón Heiðar reit 13. desember 2005:

Þetta var sem sagt fín sýning, bara of stórkarlaleg á miðað við að þetta var fjölskyldujólaeitthvað.

Pís out.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry