Samtals brot
13. desember 2005 | 0 aths.
...
(Bæði hlæja og sitja svo þögul um stund. Hún tekur á sig rögg og spyr varfærnislega.)
Hún: En hvað ert þú að spá varðandi okkur tvö? Hvað kemur til að þú bauðst mér hingað?
(Hann hugsar sig um stutta stund og dreypir á kaffinu.)
Hann: Ef ég segði þér að það líði ekki klukkustund án þess að ég hugsi um þig... að ég hugsi um þig þegar ég ligg í rúminu á kvöldin, að mig dreymi þig á næturnar og að þú sért það fyrsta sem ég hugsa um á morgnana...
(Henni er greinilega brugðið en reynir að fela það.)
Hann: Ef ég segði það, þá væri ég að ljúga.
(Hún lítur á hann, hissa.)
Hann: En ef ég héldi því fram að ég væri alls ekkert forvitinn um þig og hefði engan áhuga á að kynnast þér betur... reyna að komast betur að því hvað við eigum sameignlegt... Það væri líka lygi.
Þannig að sannleikurinn... Hann liggur einhversstaðar á milli þessara tveggja lyga.
(Hann fær sér sopa og horfir á hana meðan hann bíður eftir viðbrögðum.)
(Þau horfast í augu um stund, hvorugt rýfur þögnina.)
...
Nú er bara spurning hvernig mér gengur að troða þessu samtali inn í lamaleikritið fyrirhugaða.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry