Stífla og grettur (og pølse og sylte fra et fad)

Allra síðustu daga hefur snertur af ritstíflu verið að há mér, þannig að ég er ekki kominn alveg jafn langt með verkefnið og ég hafði vonað. Nú þegar ég stend mig að því að tala við sjálfan mig og æfa grettur í baðspeglinum er líklega kominn tími til að breyta aðeins um umhverfi.

Eða eins og Elli bróðir myndi orða það:

You need to get out more.

Það ætla ég einmitt að gera núna, leggja frá mér lyklaborðið og halda upp á meginlandið til að slaka aðeins á í jólaötröð Striksins og nágrennis.

Í morgun er ég reyndar búinn að kaupa eina jólagjöf og aldrei að vita nema nokkrar bætist við þegar líður á daginn.

Ritstíflan er annars að stríða mér í samantekt og ályktanakaflanum, þannig að þetta er allt að hafast.

...fra et fad

Síðari hluti fyrirsagnarinnar er vísun í ofurhallærislegt jólalag úr satírujóladagatali fyrir fullorðna sem var sýnt hér í .dk fyrir nokkrum árum. Esben nágranni er með dagatalið á DVD (m.a.s. í karókí útgáfu) og þetta lag var nærri fast á rípít í jólahlaðborði hæðarinnar. (Ásamt með laginu um "Vor kære julefugl...")

Lagið rifjaðist upp fyrir mér þegar í mötuneytinu í hádeginu var boðið upp á jólahlaðborð, mér sýndist það reyndar bara vera mismunandi kjöttegundir (steiktar pylsur, flæskesvær og bökuð lifrarpylsa) með rauðkáli til punts og hafði því meiri lyst á fylltri pönnuköku með hrísgrjónum og salati. Hlaut háðsglósur danskra kunningja fyrir vikið sem bentu mér á að þetta væri árstíð ofáts og óheilbrigðis í mataræði.

Texti áðurnefnds lags er hins vegar eitthvað í líkingu við:

Vi spiser pølse og sylte
og sylte og pølse
og pølse og sylte
fra et fad.
[endurtekið ad nauseum]

< Fyrri færsla:
Et tu Jagger?
Næsta færsla: >
Jólagjafainnkaupaleiðangur
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry