Nýárskveðja thorarinn.com
01. janúar 2006 | 2 aths.
Áramótakveðjur til allra lesenda fjær og nær.
01. janúar 2006 | 2 aths.
Áramótakveðjur til allra lesenda fjær og nær.
04. janúar 2006 | 2 aths.
Ég er kominn út og próftörn þessarar annar hálfnuð, a.m.k. í prófum talið. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í sex tíma próf, mæli ekkert sérstaklega með því en get vottað að tíminn líður lygilega hratt.
05. janúar 2006 | 0 aths.
Dagurinn í dag hefur verið eins og dagar eftir erfið próf eiga að vera; með áherslu á endurhleðslu rafhlaðna og hæfilega leti.
05. janúar 2006 | 3 aths.
Svona rétt áður en brestur á með þrettándanum ætla ég að færa til bókar það helsta sem á dagana dreif í jólafríinu - svona meðan ég man. Fyrst vil ég þó biðja alla þá sem ég ekki náði að heilsa upp á í fríinu afsökunar, lofa að gera betur næst.
06. janúar 2006 | 2 aths.
Ég hefði ekki trúað því að óreyndu hvað harðsperrur geta háð manni illilega í útsöluaxjón. Eftir daginn get ég fullyrt að fjórir tímar í útsölustússi taka margfalt meira á heldur en fimm kílómetra trimm.
07. janúar 2006 | 0 aths.
Ársskýrsla thorarinn.com fyrir nýliðið ár hefur nú verið gefin út.
09. janúar 2006 | 1 aths.
Nú er, seint og um síðir, farið að votta fyrir jólahreingerningu heimilisins. Auk þess sem við Emilie erum byrjuð að setja okkur í lokaverkefnisgírana.
10. janúar 2006 | 2 aths.
Segir hér af lestri og þröngum svörtum bolum.
11. janúar 2006 | 0 aths.
Letiþrif, eiturgufur, póleringar, tuskumottur og Hjálpræðisherinn eru meðal þess sem ber á góma í pistli dagsins.
11. janúar 2006 | 2 aths.
Þriðju útihlaup ársins, hlauplegt ástand fer batnandi.
13. janúar 2006 | 4 aths.
Annar útsöluröltur um Fields, rætt um kólóníur á Nørrebro og fyrsta einkunn annarinnar er komin í hús.
14. janúar 2006 | 0 aths.
Segir hér meðal annars af fundarhöldum með nígerískum kaupsýslumönnum, augnstýriverkefni, póker og Aðalheiði Ingvarsdóttur.
14. janúar 2006 | 2 aths.
Fljótlega eftir hádegið í dag átti ég Skype samtal við Ella og Vilborgu. Hennar þáttur í samtalinu fólst reyndar helst í því að segja sem minnst og sýna þess í stað tölvunni það sem hún vildi vekja athygli á - og minna pabba sinn (rámri röddu) á að einbeita sér að samtalinu ef hann var að veita uppátækjum hennar of mikla athygli.
16. janúar 2006 | 0 aths.
Tvær heimsóknir og útihlaup teljast til fréttnæms helgardugnaðar á mínu heimili, en þess ber vissulega að geta að á thorarinn.com hafa í gegnum tíðina allra ómerkilegustu atburðir þótt fréttnæmir...
16. janúar 2006 | 0 aths.
Jysk hristir af sér skítastimpilinn og það stórsér á Dankortinu mínu.
17. janúar 2006 | 0 aths.
Það var þröng á þingi í rúminu mínu í nótt. Í samræmi við málsháttinn að sá vægi sem vitið hefur meira (eða í þessu tilviki mest) lét ég undan og svaf á gólfinu.
17. janúar 2006 | 0 aths.
Ég er ekki mikið fyrir að gefa áramótaheit, en nú eru nokkur verkefni af sjálfsstyrkjandi taginu sem ég ætla mér að hrinda í framkvæmd og held að það að skrá þau hér formlega (og opinberlega) veiti mér hollt aðhald.
19. janúar 2006 | 2 aths.
Sitthvað smálegt. Svo smálegt raunar að það tekur því varla að skrifa svona útdrátt...
20. janúar 2006 | 0 aths.
Hér í .dk er allt á öðrum endanum. Það fór að snjóa í gær hér í Køben og í dag er hátt í 10cm snjór yfir öllu, atvinnulíf skilst mér því að sé meira eða minna lamað. Ófærðin mun þó ekki vera hin opinbera ástæða fyrir því að prófinu sem ég átti að fara í í morgun hefur verið frestað um viku.
21. janúar 2006 | 0 aths.
Prinsinn hefur verið skírður, ég hef þvælst um bæinn og snjórinn er hér enn.
22. janúar 2006 | 2 aths.
Þegar ég loksins dró frá glugganum "í morgun", fékk ég um leið samviskubit yfir því að vera ekki úti í sólskininu og froststillunum. Núna er ég kominn inn aftur, hæfilega loppinn á fingrunum og sötra te meðan ég set mig í gírinn að rita niður atburði gærkvöldsins.
22. janúar 2006 | 0 aths.
Það er svo margt í heiminum sem ég ekki skil. Eitt af því er umræðan sem nú virðist tröllríða öllu heima á klakanum um hjónabönd samkynhneigðra.
22. janúar 2006 | 0 aths.
Í umferðargreiningum thorarinn.com skutu um daginn upp kollinum leitarorðin "Þórarinn Stefánsson hnífakastari" - það finnst mér flottur titill og er að spá í að taka upp í símaskrá þegar ég flyt heim. Umferðargreiningarnar eru annars endanlega að drukkna í tattúleitendum á villigötum.
22. janúar 2006 | 3 aths.
Eftirfarandi færsla var rituð í byrjun desember til að koma mér í gang í verkefnavinnunni. Nú þykir mér kominn tími á að gefa hana út, sér í lagi í ljósi umræðu undanfarið um gjaldskrá Strætó.
24. janúar 2006 | 0 aths.
Í þessari færslu verður gengið aðeins gegn ritsjórnarstefnu thorarinn.com og hugsanlega rofinn ákveðinn trúnaður, en ég hef trú á að viðkomandi virði það við mig. Ný einkunn bættist einnig í púkkið í dag auk þess sem gömul ráðgjafatilþrif tóku sig upp.
25. janúar 2006 | 2 aths.
Þótt það sé mikið indælt að vera svona mikið sjálfs síns herra eru því frelsi eins og öðrum ákveðin takmörk sett. Það er ljúft að geta kúrt frameftir ef maður sé í þannig stuði, skroppið út þegar mann langar og hagað hlutum algerlega eftir eigin höfði. Þó er ekki víst að endilega verði manni mikið úr verki, en spurningin er hvort er hollara; að stressa sig við að reyna að vera eins duglegur og hægt er, eða að hafa það náðugt í þeirri trú að komi til þess að himnarnir hrynji í hausinn á manni sé það bara eitthvað sem maður tækklar þegar þar að kemur?
26. janúar 2006 | 5 aths.
Þá fer að sjá fyrir endann á þessari maraþonpróftörn með sínum tveimur prófum á 24 dögum. Önnur atlaga að seinna prófinu er á dagskrá í fyrrramálið.
27. janúar 2006 | 0 aths.
Þá er þessari önn formlega lokið. Próf morgunsins var með öllu sársaukalaust (eins og ég vissi fyrir) og einkunnin kom þægilega á óvart.
28. janúar 2006 | 3 aths.
Héðan er svosum fátt að frétta, en eins og aðdáendur mínir geta vottað um hef ég sjaldnast látið það stöðva mig í að skrifræpast aðeins.
29. janúar 2006 | 3 aths.
Þá er þessi helgi að syngja sitt síðasta, róleg en prýðileg. Nafn helgarinnar er Judy Dench og athöfn helgarinnar snýtur.
30. janúar 2006 | 2 aths.
Nú ætti að vera sýnileg á vinstri væng forsíðunnar appelsínugul grafísk klessa. Fyrir þá sem engan áhuga hafa á tæknigrúski er ráðlagt að líta bara á þetta sem skraut og vera ekkert að lesa fylgjandi færslu.
31. janúar 2006 | 0 aths.
Fundir, sýndarregn, klakaföll, úthlutanir, biðlistar og andlitsbein eru meðal viðfangsefna þáttarins í dag sem sendur er frá hljóðveri í Kaupmannahöfn.