Játningar svartklæðnings

Hinni síðbúnu jólahreingerningu kotsins miðar hægt áfram (en miðar þó). Í morgun stafaði afkastafall af því að ég lá langt fram eftir morgni við að lesa Life Expectancy eftir Dean Koontz.

Það að bókin byrji á yfirnáttúrulegum atburðum kom ekki sérlega á óvart (sérstaklega ekki eftir að hafa lesið aftan á hana), en hins vegar hefur það komið mér á óvart hvað það er mikið af leiftrandi húmor í henni. Einmitt húmor sem ég kann að meta, snjöll tilsvör og mannlegt einhvernvegin.

Ég hef oft haldið því fram að ef einhver utanaðkomandi fylgdist með borðhaldi hjá fjölskyldunni minni sem fluga á vegg, er ekki ólíklegt að viðkomandi myndi sér þá skoðun að undir yfirborðinu kraumi allt í óleystum konfliktum og erjum - en það er bara hluti af okkar fjölskylduhúmor að þora að gera grín hvert að öðru.

Okkar kvöldverðarsamtöl ná því þó ekki að vera hálfkvistingur á við fjölskyldusamtöl aðalhetjunnar. En okkur til varnar erum við ekki með margreyndan rithöfund til að semja okkar one-linera og merkileg umræðuefni (né heldur pessimistíska móðurömmu á heimilinu).

Mom and dad removed the appetizer plates. They served bowls of chicken corn soup with cheddar crisps on the side.

"I love corn," Grandma said, "but it gives me flatulence. I used to care, but I'm not obliged to anymore. The golden years rock."

[...]

"[...] Maddy, Rudy - this soup is fantastic even if it causes flatulence."

Grandma Rowena had a relevant story: "Hector Sanchez, lived over near Bright Falls, killed himself with a fart."

The rationalist in my father was stirred by Grandma's assertion. "Weena, that's just not possible."

"Hector worked in the hair-oil industry," Grandma recalled. "He had beautiful hair but not much common sense. This was fifty-six years ago, back in '38, before the war."

"Even then it wasn't possible," Dad declared.

[...]

"Hector was drinking beer with lime slices, sitting just one stool away from this bodybuilder. He had biceps the size of hams and the prettiest tattoo of a snarling bulldog on his arm."

"Hector or the bodybuilder?" my mother asked.

"Hector didn't have any tattoos, at least not in any place that was visible. But he had a pet monkey named Pancho."

My mother said, "Was Pancho also drinking beer?"

"The monkey wasn't there."

"Where was he?"

"Home with the family. He wasn't one of those monkeys that likes running around to gin mills. Pancho was family oriented."

Mom padded Dad on the shoulder. "That's my kind of monkey."

Ég veit ekki alveg hvað það er sem heillar mig við þessi orðaskipti, ég held samt að það sé ekki bara prumpumræða við matarborðið sem sé fyndin sem slík, heldur hvernig samtalið þróast. Sérstaklega þegar amman nefnir að hinn látni hafi ekki búið yfir mikilli almennri skynsemi sem útskýringu á því hvernir fretur varð honum að aldurtila og hvernig heimakæri apinn Pancho skýtur allt í einu upp loðnum kolli í aðdraganda hins örlagaríka frets - þótt hann hafi verið víðsfjarri.

Kannski er það líka hin góðlátlega hæðni sem má lesa út úr spurningum húsmóðurinnar um tattú og apa.

Sérviska

Nokkrum blaðsíðum seinna eru vangaveltur um sérvisku:

When we fail to see the eccentricities in ourselves and to be amused by them, we become monsters of self-regard. Each in his own way, every family is as eccentric as mine. I guarantee it. Opening your eyes to this truth is to open your heart to humanity.

Read Dickens; he knew.

Ég ætla ekki að ganga svo langt að fullyrða að hægt væri að fylla heila bók með mínum sérviskum (en þó kannski einn kafla eða svo), en mér þykir vænt um sérviskur mínar og minnar fjölskyldu. Enda væri ekkert gaman að þessu öllu saman ef við værum öll "normal".

En nýjasta flugan sem ég hef fengið í höfuðið er sú dilla að þröngir svartir bolir fari mér vel. Það er eiginlega óvart að mér hafa áskotnast nokkrir slíkir undanfarna daga, en ég held svei mér þá að þeir fari mér ágætlega.

Ég tala nú ekki um ef mér tækist að koma mér upp á lag með að taka magaæfingar og töfraði fram sixpakkinn úr gleymskufylgnum sínum. Þá yrði ég geðveikur í þröngu bolunum.

Talandi um geðveiki, ef fréttir taka að berast af því að birgðir kaupmanna hafnarinnar af svörtum bolum sé skyndilega tekið að þrjóta, sérstaklega ef svo rammt kveður að því að svartir bolir í Small séu orðnir sjaldséðir, þá bið ég lesendur vinsamlega um að sjá til þess að mennirnir í hvítu sloppunum komi og sprauti mig niður áður en þeir hola mér niður í bólstruðu herbergi.

Takk fyrir.


< Fyrri færsla:
Ekki gleyma að þurrka ofan af sturtuhengisstönginni
Næsta færsla: >
Ørlar á afrakstri
 


Athugasemdir (2)

1.

Elli reit 10. janúar 2006:

Johnny Cash, Darkmann í myndinni Darkmann, Bob Dylan, svarthöfði, Nýsjálenska rugby landsliðið.....og Þórarinn?

2.

Þórarinn sjálfur reit 11. janúar 2006:

vissulega spúkí

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry