Tveir góðir fundir

Í gær fór ég á tvo fundi, báðir vel heppnaðir, spilaði smá póker, drakk smá bjór og slappaði smá af.

The Nigerian project

Fyrri fundur dagsins var fundur með Emilie og pabba hennar sem er bissnissmaður í Nígeríu. Niðurstaða þess fundar var að við munum útbúa lítinn nafnspjaldavef fyrir hann, inklúsív lógó og lúkk.

Samhliða því mun ég búa til tímaáætlun fyrir annan stærri vef þar sem hægt yrði að fletta í bílasöluskrá, panta tíma á verkstæði og panta varahluti. Þegar sú tímaáætlun liggur fyrir tökum við endanlega ákvörðun um hvort ég vinn forritunina fyrir kallinn fyrir ásættanlegt verð.

En þetta lítur út fyrir að geta verið skemmtilegt verkefni, fæ nánari gögn fljótlega.

Fyrsta, annað, þriðja, selt hokna manninum á fremsta bekk!

Seinna um daginn áttum við svo fund með huxanlegum lokaverkefnisleiðbeinanda okkar. Hann er maður upptekinn líkt og allir alvöru vísindamenn, og því ekki vanur að taka að sér að leiðbeina í verkefnum nema þau veki áhuga hans.

Okkur virðist hins vegar hafa tekist að selja okkar hugmynd og hann var mjög áhugasamur, þannig að við erum hér með búin að festa okkur hann sem leiðbeinanda (komi ekki einhver ófyrirséð katastrófa upp á).

Hann nefndi að fyrra bragði það sem við Emilie höfðum rætt okkar á milli, að það væri styrkur að geta framkvæmt einhverskonar tilraun sem fyrst, þannig að þetta yrði ekki bara teoretískt verkefni. Það sem meira er, þá sparaði hann okkur nokkurra vikna vangaveltur með því að koma með hugmynd að því í hverju sú tilraun gæti falist.

Við getum því byrjað strax af fullum krafti við að útfæra þessa hugmynd að tilraun og skoða hvernig við getum sett upp þægilegt tilraunaumhverfi.

Mér finnst líklegast að við vinnum þetta í Flash og að ég þurfi að fara að rifja upp hornafallareikninga ýmisskonar. Til dæmis hvernig maður varpar kúluhnitum yfir í tvívídd og fleiri heillandi viðfangsefni...

En við vorum sammála um það yfir bjórum á Fredagsbarnum að þessi fundur hefði ekki getað farið mikið betur.

Pókerfíkill

Milli funda tókum við smá hressingargöngu og millilentum heima hjá mér þar sem ég sýndi Emilie hvernig ég bý og stærði mig af nýja pókersettinu (hún er nefnilega nýlega fallin í pókergryfjuna). Það endaði með því að við tókum eina örtúrneringu sem ég tapaði.

Á barnum eftir fund sníkti hún svo spil og eldspýtustokk af barþjónunum og við tókum aðra túrneringu sem ég tapaði aftur (2-1 í alslemmum talið) og þar með ljóst að Martin kærastinn hennar þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að ég hefði af henni alla heimilispeningana. Ég hef grun um að þetta verði ekki í síðasta sinn sem hún reynir að draga mig (og eflaust fleiri) í póker, enda sýnir hún ákveðin fíknieinkenni.

Napoleon Dynamite

Þar sem Emilie þurfti að fara frekar snemma og barinn var fámennur af kunnuglegum andlitum varð dvöl mín á honum venju fremur stutt.

Þess í stað rölti ég heim, snarlaði og horfði svo á Napoleon Dynamite sem hafði einhvern vegin alveg óvart endað á harða disknum mínum.

Soldið spes, en skemmtileg.

Aðalheiður Ingvarsdóttir

Nú veit ég ekki hvort búið er að skíra hjá Ingvari og Deddu, en það er að minnsta kosti búið að nefna; Aðalheiður heitir sú stutta.

Að sjálfsögðu er hún komin með vef, þar sem meðal annars er að finna þessar myndir:

Dedda og Aðalheiður

Aðalheiður og Ingvar

Fleira er ekki í frásögur færandi að sinni.


< Fyrri færsla:
Þessi hávaxni dökkhærði með pókersettið
Næsta færsla: >
Vilborgarinnblásinn vellingur
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry