Smá hökt í nördinu

Eitthvað hafa mánaðarmótin farið þversum í nýja fídusinn minn, þannig að það er ekki alveg að marka nýjustu tölur. Ég reyni að kippa þessu í liðinn seinna í dag.

Það að segja $yesterday = $today - 1 er kannski fulleinföld nálgun (þótt það virðist virka innan mánaðarins), ég þarf líklega bara að búa til tilvik sem grípur það ef þessi regla skilar núllta degi mánaðarins.

Mér þykir þó forvitnilegt að fundist hafi 32 heimsóknir á þessum óræða degi, veit ekki alveg hvaðan þær dúkkuðu upp.

Uppfært: Búinn að græja þetta, spyr núna gagnagrunninn til að finna dagsetningu gærdagsins enda er það mun smekklegri lausn en eitthvað stærðfræðifikt. 32 heimsókna dagurinn hefur verið fjarlægður.


< Fyrri færsla:
Hér sé fyrirsögn
Næsta færsla: >
Af vanaganginum
 


Athugasemdir (2)

1.

Óskar Örn reit 02. febrúar 2006:

Varðandi síðustu færslu held ég að hjól í þjóhnappa sé mun vænlegri kostur en grýlukerti í skallann. Best auðvitað að þú gerðist bara sjálfur hjólreiðamaður og brunaðir á ystu gangstéttarmörkum,auðvitað með hjálm á hausnum til varnar langdrægum grýlukertum.
Þaheldénú!

2.

Þórarinn sjálfur reit 02. febrúar 2006:

Verst að hjóli í þjóhnappa er líklegt að fylgi (mjög skömmu síðar) hjólreiðamaður í bakið og ef traffíkin er mikil er hætt við dóminóáhrifum.

Annars leysti ég þetta dílemma með því að halda mig að mestu heimavið undanfarna daga...

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry