Færslufall

Ef ég skrifaði eitthvað myndi það óhjákvæmilega snúast um pirring minn yfir því að hafa verið heima enn einn daginn, vangaveltur um það hvort það geti verið að mér hafi slegið niður aftur af kvefinu sem ég var með í síðustu viku og hélt mig vera lausan við eða tekist að krækja mér í nýtt.

Ég myndi hugsanlega reyna að telja til bjartar hliðar í því að vera þó ekki rúmfastur enda hitinn ekki að plaga mig að ráði, þótt hann magnist aðeins seinnipartin og á kvöldin.

Ég gæti samt örugglega ekki staðist að barma mér yfir þurrum hóstaköstum sem hafa lagst yfir og nefna það að þótt ég verði sjaldan lasinn bregðist það ekki að mér þyki ég eiga voðalega bágt þegar það gerist.

Ég hef því ákveðið að hlífa lesendum við öllu slíku tuði.

Það verður því engin dagbókarfærsla í dag.


< Fyrri færsla:
Bölvandi sjúklingur
Næsta færsla: >
Nenni þessu ekki lengur
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry