Enn af fánabrennum

Það er ekki það að menn skuli að vera að brenna danska fánann sem gerir mig brjálaðan. Þeir mega það svo sem mín vegna. Það er hins vegar þegar sex ára skólastelpur eru látnar brenna danska fánann sem mér er gersamlega misboðið. Ég er bara alfarið á móti því að börn séu látin leika sér með eld.

Sem betur fer hafa Danir enn húmor fyrir sjálfum sér!

(Mér vitanlega vantar sárlega í íslenskuna orðatiltæki sem felur í sér kjarnann úr "at bringe mit pis i kog".)

Þessi ummæli (þýdd eftir bestu getu) féllu á fredagsbarnum rétt í þessu. Ég held þetta sé í alfyrsta sinn sem ég kaupi mér lítinn kranabjór á fredagsbarnum, en ber fyrir mig heilsufarsástæður.

Ekki það að 0,2 lítrar af bjór til viðbótar hafi sérlega heilsufarsógn í för með sér, en stórum bjór fylgir bæði að lengri tíma er varið í reykmettuðu loftinu - og stórauknar líkur á löngun í annan eins.

En nú skal sjálfsaganum beitt þar til ég losna endanlega við þetta helv. kvef.


< Fyrri færsla:
Bókmenntagetraun
Næsta færsla: >
A day at the office
 


Athugasemdir (2)

1.

Óskar Örn reit 13. febrúar 2006:

Ekki hægt annað en brosa út í annað þegar maður les þetta:
http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1184891
Sumum þykir greinilega súrt að leyfa litlu krökkunum í Irak "have all the fun".....

2.

Óskar Örn reit 13. febrúar 2006:

Nú, ég kann greinilega ekki að setja inn svona linka svo vel sé. Oh well, we can´t all be nerds!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry