Mér er spurn

Ef ég finn hjá mér löngun í glas af púrtvíni meðan ég er að búa mig undir að elda kvöldmat á þriðjudegi og læt undan freistingunni, hvort er það til marks um að ég eigi við vandamál að stríða eða að ég kunni að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða?

Mér er spurn.

Og hafi ég gleymt mér aðeins og soðið pastað of lengi fullyrði ég að það standi ekki í neinu samhengi við hálftommuborðið sem ég var þá búinn að drekka á glasið.


< Fyrri færsla:
Hér sé fyrirsögn
Næsta færsla: >
Til í tusk með kúlu á enni
 


Athugasemdir (4)

1.

Jón Heiðar reit 28. febrúar 2006:

Ef ég finn hjá mér löngun í glas af púrtvíni meðan ég er að búa mig undir að elda kvöldmat á þriðjudegi og læt undan freistingunni, hvort er það til marks um að ég eigi við vandamál að stríða eða að ég kunni að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða?

Svarið við báðum þessum spurningum er já.

2.

Óskar Örn reit 01. mars 2006:

Sammála Jóni Heiðari. Lífið býður upp á fátt annað en vandamál og þú kannt bara að njóta þeirra.

3.

Þórarinn sjálfur reit 01. mars 2006:

Rökhugsunarstöðvarnar mínar eru kannski eitthvað vanstilltar, en svar Jóns Heiðars minnti mig á uppáhaldssvar Þorsteins félaga míns við spurningunni: "Viltu kók eða appelsín?"

"Já, takk"

4.

Jón Heiðar reit 01. mars 2006:

Ég ætla að fá mér glas af víský í tilefni af þessum vangaveltum.

Skál.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry