mars 2006 - færslur
01. mars 2006 | 0 aths.
Allt að verða klárt fyrir Svíþjóðarskreppinn um helgina. Ég held að þetta verði frábær túr og án efa hressandi að skipta aðeins um umhverfi - vona bara að sænskir farfuglar fari ekkert að gogga í mig.
07. mars 2006 | 0 aths.
Þá er ég kominn "heim" eftir frábæra helgi í fannhvítu Svíaríki. Ég er svona smám saman að komast til meðvitundar eftir að hafa reynt að vinna upp skort á svefni með því að sofa út, enda sömdum við Emilie um að taka okkur frí í dag.
08. mars 2006 | 0 aths.
Ekki get ég sagt að ég öfundi þær Ege-systur af drama næturinnar (og auðvitað ekki Braga heldur). Í samanburðinum er nákvæmlega ekkert að frétta úr minni tilveru.
09. mars 2006 | 2 aths.
Þótt ég hafi mætt fullur fjörs og driftar frá Svíaríki hefur mér gengið illa að koma mér í gang með að gera eitthvað áþreifanlegt í verkefninu okkar. Næsta skref hjá mér er að taka aðeins til í forrituninni á því sem ég var búinn að útbúa og einfalda kerfið með hliðsjón af því sem við höfum ákveðið upp á síðkastið. Hins vegar gengur mér eitthvað illa að hysja höfuðið á mér út úr míns eigins sleppigöngum* og komast á skrið.
10. mars 2006 | 0 aths.
Þá er að ljúka enn einni dugnaðarvikunni í lokaverkefninu (hóst). Um helgina verður samdrykkja á kollegíinu, þannig að ég þarf að fara að undirbúa mig og híbýli mín. Lox segir svo hér af nýlegum bruðlum.
12. mars 2006 | 0 aths.
Ég var óvenju liðtækur í félagslífi um helgina - a.m.k. á kvöldin. Dagarnir fóru hins vegar í að rumpa upp myndaalbúmsvirkninni sem lengi hefur staðið til.
15. mars 2006 | 0 aths.
Föðurbróðir, súpermanbúningur, barslagsmál, asískir klónar, gestagangur, heimskreppipælingar, markaðssetning á eigins rassi og tæpir þristar eru aðeins brot af því sem ber á góma í langloku dagsins.
16. mars 2006 | 0 aths.
Eitt af því sem ég mun pottþétt sakna ef til þess kemur að ég flytji aftur til Íslands í haust er bjórinn. Ekki bara þess að geta keypt (ódýran) bjór hvar sem er, heldur þess að hafa um eitthvað að velja - ekki bara sama pilsnerpissið í ólíkum umbúðum.
16. mars 2006 | 0 aths.
Mér þykir kominn tími til að skila af mér nokkrum tenglum sem hafa safnast að mér undanfarið. Kennir þar ýmissa grasa.
18. mars 2006 | 0 aths.
Elli bróðir millilenti hérna í Köben á leið frá hinni lífsglöðu sænsku borg Lysekil á fimmtudagskvöldinu. Í tilefni af því sötruðum við nokkra bjóra í sameiningu.
18. mars 2006 | 2 aths.
Í gær var (eins og áður hefur komið fram) föstudagsbar þar sem saman fór fyrsti dagur í Tuborg páskabjór (Kylle Kylle) og dagur heilags Patreks (og ég auðvitað).
18. mars 2006 | 6 aths.
Ég rak augun í það í dag að mbl.is skriplaði töluvert fótur á orðatiltækjaskötunni...
19. mars 2006 | 5 aths.
Í gærkvöldi kom loxins að því að ég stæði uppi sem sigurvegari pókerkvölds. Hingað til hef ég alltaf verið fyrstur eða annar til að detta úr leik.

21. mars 2006 | 4 aths.
Það verður að viðurkennast að afköstin í lokaverkefnishópnum okkar E. hafa ekki sett nein eftirtektarverð heimsmet upp á síðkastið. Því var það töluverður sigur fyrir yðar einlægan að afkasta loksins eitthvað í dag og ná að rumpa upp vefkerfi sem við ætlum að nota til að halda utan um tilraunirnar okkar (sem við erum alveg að verða tilbúin að hefja).
22. mars 2006 | 0 aths.
Sem smá tilraun til að nýta nýja myndaalbúmið er ég núna búinn að prófa að skella þangað inn nokkrum myndum af herberginu mínu hérna á Skandis Boligerne.
22. mars 2006 | 0 aths.
Svei mér þá ef ég var ekki bara frekar duglegur í verkefnavinnunni dag, annan daginn í röð...
23. mars 2006 | 0 aths.
Orð dagsins er að finna í pistli Enters á Baggalúti (sem var reyndar birtur á sunnudag). Orðið er froðupyppildi.
23. mars 2006 | 0 aths.
Viðkvæmir lesendur eru varaðir við því að í dagbókarfærslu dagsins er aðallega fjallað um tölvustúss og útihlaup (og örlítið ýjað að áfengisneyslu í lokin).
24. mars 2006 | 2 aths.
Í kvöld veit ég um tvenna áhugaverða tónleika hér á Stór-Amager svæðinu, en er ekki viss á hvora þeirra ég ætti að stefna. Ég nenni ekki að fara einn og þótt auglýsingar mínar eftir tónleikafylgd hafi í gegnum tíðina skilað litlum árangri ætla ég að þrjóskast við og lýsa eftir einhverjum sem nennir að vera 'memm' í kvöld.
25. mars 2006 | 0 aths.
Það varð úr að ég fór með Huld og Sigga á prýðilega tónleika Croisztans í menningarhúsi Íslandsbryggju. Tónleikarnir reyndust hin besta skemmtun og ég hef í framhaldinu ákveðið að bæta við skilgreiningu mína á tónlistarstefnu hljómsveitarinnar.
26. mars 2006 | 2 aths.
59 ára svört mamba í útihlaupum með írskum syni sínum í slyddurigningu á flótta frá skattframtalinu sínu.
27. mars 2006 | 0 aths.
Ég bíð ennþá spenntur eftir að holskefla heimboða, útákaffihúsboða, dettumnúærlegaíðaboða og annara boða um félagslegt athæfi í visitasíu minni á Klakann í lok apríl hellist yfir. Mér sýnist þó að ég ætti að geta fengið smá Hugleiksinnspýtingu í förinni, auk þess sem ég er alveg að fara að gera eitthvað í því að skipuleggja eitthvað að fyrra bragði.
29. mars 2006 | 2 aths.
Hér er líklega kannski að koma vor. Held ég alveg örugglega. Verkefnið tók skref fram á við í dag og ég prófaði í gær að sækja um vinnu - held ég.
30. mars 2006 | 0 aths.
Í dag unnum við E. í því að slípa af helstu hnökrana sem komu í ljós í prófuninni í gær. Eftir hádegið fengum við svo aðra tilraunakanínu í heimsókn auk þess sem við skoðuðum 5 nýja tölvuleiki sem nemendur í skólanum hafa verið að búa til undanfarinn mánuð.
31. mars 2006 | 9 aths.
Aprílgabbi ársins 2006 er að þessu sinni hrint úr vör deginum fyrr, enda lesendur mun færri á laugardegi en virkum degi. Ef þú ert að lesa þetta 31. mars eða 1. apríl hefur þú að öllum líkindum lent í súpunni...