Bjórarnir á barnum mínum

Eitt af því sem ég mun pottþétt sakna ef til þess kemur að ég flytji aftur til Íslands í haust er bjórinn. Ekki bara þess að geta keypt (ódýran) bjór hvar sem er, heldur þess að hafa um eitthvað að velja - ekki bara sama pilsnerpissið í ólíkum umbúðum.

Pilsnerpiss er reyndar prýðilegt til síns brúks, en stundum langar mann í örlítið meira bragð og fyllingu. Þó ekki væri nema Tuborg Classic eða Carls Special.

Sem smá sýnishorn af því úrvali sem ég mun sakna birtist hér útdráttur úr tölvupósti sem sendur var á alla nemendur í morgun til að auglýsa föstudagsbar morgundagsins. Þar fer saman St. Patrick’s Day og fyrsti söludagur páskabjórsins frá Tuborg.

Beer agenda:

 • Tuborg Easterbeer
 • St. Landelin Biére de Pâques
 • GB Happy Easter (from Roskilde...)
 • Paulaner Salvator (their first easterbeer ever)
 • St. Bernadus Easterbeer

And from Ireland:

 • Kilkenny
 • Guinness
 • Caffrey's Irish Ale

We also get an extra tap installed, so we will have these beers on tap:

 • Grøn Tuborg
 • Tuborg Classic
 • Tuborg Classic Hvede
 • Tuborg Kylle Kylle
 • Hoegaarden
 • Kronenbourg 1664
 • Kronenbourg Blanc

Þ.e. ofantalið er það sem bætist við staðalúrvalið af sérbjórum.

Og fyrir þá lesendur sem ekki verða öfundsjúkir af úrvalinu einu saman má minna á að "normalverð" eru 15 krónur fyrir stóran kranabjór og 20 krónur fyrir flöskubjór (einstaka bjórar geta verið örlítið dýrari).

Mér þykir því rétt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og nýta sem best bjóraðgengið á komandi mánuðum, svona ef ég skyldi yfirgefa gósenlandið.

(Ég el þó þá von í brjósti að bjórsnobbið fari að skila sér upp á klaka - það væri hið besta mál.)

Skál.


< Fyrri færsla:
Um allt og ekkert
Næsta færsla: >
Tengill, tengill, herm þú mér...
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry