Fussað yfir mbl.is

Í frétt mbl.is undir fyrirsögninni Elizabeth Hurley hrífst ekki að lýtaaðgerðum er meðal annars að finna eftirfarandi:

Breska leikkonan Elizabeth Hurley hefur heitið því að lúta í lægra haldi fyrir lýtaaðgerðum, en hún heldur því fram að fólk líti verr út eftir slíkar aðgerðir en það gerði fyrir þær.

Hurley, sem er fertug, segist vilja halda sinni náttúrulegu lögun og eldast vel.

Þarna vantar augljóslega eins og eitt ekki inn í fyrri setninguna til þess að hún gangi upp.

Og í ofanálag er líka villa í fyrirsögninni (eins og eflaust allir sjá?).

Ætli yfirlesarar allir séu í helgarfríi?

Tuð dagsins er í boði thorarinn.com - þar sem líka er fussað á frídögum.


< Fyrri færsla:
Bar fredags
Næsta færsla: >
Loxins, loxins
 


Athugasemdir (6)

1.

Gunnar reit 19. mars 2006:

Hvaða yfirlesarar? Hef ekki tekið eftir tilvist þeirra á mbl.is.

2.

Þórarinn sjálfur reit 19. mars 2006:

Stundum tekur maður eftir að vitlausar fyrirsagnir og klúðurslegt orðalag á mbl.is lagast þegar fréttir eldast aðeins, en það er kannski frekar tilviljunum en markvissum yfirlestri að þakka?

3.

Gunnar reit 19. mars 2006:

Eða þá að þeir gúggla blogg eftir "mbl.is" og laga það sem er kvartað undan þar ;> Sama gildir reyndar um visir.is sem er ekki skárri hvað svona varðar, stundum lagast bullið en ekki næstum því alltaf.

4.

Þórarinn sjálfur reit 20. mars 2006:

Svo undarlegt sem það kann að hljóma þá held ég að ég geri ekki jafn miklar kröfur til visir.is eins og mbl.is. Ég veit ekki hvort það er tengingin við DV sem gerir að verkum að ég geng eiginlega út frá því að visir.is sé hroðvirknislegar unnin en mbl.is.

Að einhverju leyti gæti líka verið að ég horfi gagnrýnni augum á mbl.is eftir að hafa unnið með þeim að uppstokkun á vefnum fyrir nokkrum árum meðan ég er hlutlaus gagnvart visir.is.

5.

Þórarinn sjálfur reit 20. mars 2006:

Speaking of:

"Tíu þorpsbúar á Suður-Indlandi létu lífið og sextán eru þungt haldnir eftir að hafa skálað fyrir látnu félaga sínu í heimalögðu áfengi sem var eitarð." - visir.is

6.

Nína reit 22. mars 2006:

Ég get upplýst sem innmúruð Moggakona að vefurinn er lesinn yfir - en það hefur einn prófarkalesari það hlutverk að vakta vefinn - og stundum slæðast leiðinlegar villur (eins og þessar) inn á vefinn og eru þær þá þar þangað til þær hafa verið leiðréttar. Uppáhalds innsláttarvillan mín var þegar maður var skrifað maur. :-) Sú villa stóð þó ekki lengi.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry