apríl 2006 - færslur


Að gabbi loknu

Þá hefur aprílgabbi ársins verið lokað og talið upp úr kjörkössunum. Sigurvegarinn í keppninni "Forvitnilegasta skrá vefsvæðisins" er...

Að afliðinni ammælishelgi

Þá er þessi helgi að baki og ég orðinn árinu eldri en þegar hún hófst. Sem afmælisdagur var þessi ekki sérlega eftirminnilegur - en þó mikil framför frá afmælisdeginum mínum fyrir ári sem var einhver sá leiðinlegasti í manna minnum. Og nú býð ég formlega í partí í tveimur löndum!

Monní meiks ðe vörld gó ránd

Í gær hagnaðist ég annað hvort um 300 þúsund eða tapaði 90 þúsund. Í dag hef ég svo eiginlega hagnast um 20 þúsund til viðbótar án þess að gera neitt. Skrítin þessi hlutabréf.

Vasast í verkefninu

Við funduðum með verkefnakennaranum okkar í gær, þar sem við létum hann fara í gegnum testið eins og við höfðum huxað okkur það. Eins og venjulega reyndist hann fullur af hugmyndum og við erum búin að vera að vinna í því síðan að hrinda þeim í framkvæmd.

Undirbúningur smundirbúningur

Þá er ég búinn að fara nokkrar ferðir milli herbergisins og veislusalarins og þræða helstu stórmarkaði nágrennisins. Mér sýnist ég hafi vanmetið hversu margir boðsgestir (sérstaklega Danirnir) yfirgefa borgina á fyrsta degi páskafrís, þannig að gestirnir verða ívið færri en fyrstu plön gerðu ráð fyrir. En það verður þá bara þeim mun meira góðmenni.

Afmælisveislan

Þá er þessari afmælisveislu allri lokið. Ég held að hún hafi bara heppnast prýðilega, a.m.k. virtust gestirnir láta vel af sér og ég get ekki séð að neitt sjái á húsnæðinu eftir okkur. Það er helst að lifrina í mér ói við því að vinna á gjöfunum sem bárust.

Smá pløgg

(Ekki þó bött). Mér er bæði ljúft og skylt að breiða út auglýsingar um komandi afrek Hugleiks, enda mikið um að vera í aprílmánuði. Fyrst er frumsýning á Systrum doktor Tótu og svo þetta mánaðarlega. Minns stefnir á að sjá hvorttveggja.

Af playlistunum skuluð þér þekkja þá

Ég held það sé fátt sem segir eins mikið um fólk eins og tónlistar- og bókasöfn þess. Sjálfur hef ég að eigin áliti afskaplega skrýtinn tónlistarsmekk, eða að minnsta kosti fjölbreyttan þrátt fyrir stórt hlutfall klisja.

Við upphaf páskahelgar

Þá er lengsti föstudagur ársins runninn upp og við Emilie erum eftir daginn í dag búin að prófa tilraunaumhverfið okkar á 9 saklausum sálum. Fyrir utan að við erum lox byrjuð að gera alvöru prófanir er svosum fátt sérlega fréttnæmt og stefnir í lítt eftirminnilega páskahelgi.

Sjortari á skrifstofunni

Þetta var með eindæmum stuttur dagur á skrifstofunni í dag. Við höfðum ákveðið að hittast klukkan 10 og fara aðeins yfir þær tilraunir sem við erum búin að gera, safna tölum og ræða um hvað hefði komið í ljós sem væri vert að nefna í skýrslunni. Þegar til átti að taka varð okkur ekkert úr verki og vorum hætt fyrir hádegi.

Klakinn á morgun

Þá erum við E. búin að keyra 12 tilraunarottur í gegnum tilraunaumhverfið okkar, skella öllum gögnunum inn í Excel og byrjuð að ryðja út dularfullum meðaltölum og gríðarstórum staðalfrávikum. Í tilefni af því erum við komin í 10 daga frí og ég stíg fæti á klakann á morgun.

Kominn á klakann

Ferðin heim gekk tíðindalítið. Nú er ég kominn á Fálkagötuna og geyspa ógurlega, enda miðnætti á minni líkamsklukku þótt vélklukkurnar fullyrði að hún sé rétt að skríða í 22.

Heima í sveitinni

Þá er maður kominn heim í sveitina og er lygilega fljótur að detta í jólafrísgírinn með lestri kvölds og morgna (að ógleymdum matarkræsingum).

The boy is back in the borg

Þá er minns kominn aftur til Reykjavíkur og byrjaður að saxa aðeins á verkefnalistann, meðal annars búinn að fara í eitt óformlegt viðtal hjá mögulegum framtíðarvinnuveitanda.

Kafinn önnum

Jæja, þá er farið að líða að lokunum á síðasta virka degi þessarar Íslandsfarar. Ég get ekki annað sagt en að ég hafi haft í nógu að snúast undanfarið og sé bara nokkuð ánægður með það sem ég hef náð að gera.

Það dugir greinilega ekkert kæruleysi á pókerkvöldum

Síðar í kvöld er ég á leið að spila póker heima hjá virðulegum starfsmanni ónefnds fjármálafyrirtækis. Til undirbúnings þeim hittingi hafa verið gefnar út ítarlegar leiðbeiningar um atferli og birgðaöflun sem ég birti hér með góðfúslegu leyfi gestgjafa.