Að gabbi loknu

Alls var fært til gagnagrunns að 33 sinnum var smellt á valmöguleikana í falska forsíðulistanum. Reyndar þýðir það ekki endilega að 33 hafi fallið fyrir gabbinu, því hugsanlega var eitthvað um tvítalningar hjá fólki sem heimsótti vefinn frá tveimur ólíkum tölvum, t.d. bæði heima og í vinnunni.

En í stuttu máli, af eftirfarandi valkostum:

[  ] .passwords
[txt] 2005css.css
[dir] admin/
[jpg] birgitte.jpg
[dir] cgi-bin/
[dir] hidden_folder/
[dir] imges/
[  ] indez.php
[mov] latinobabes.mov
[dir] my_sql/
[dir] mailbox/
[dir] photoalbum/
[txt] robot.txt
[dir] xvideos/
[dir] xxx/

Reyndist birgitte.jpg langvinsælasti valkosturinn. Röð keppenda var sem hér segir:

[jpg] birgitte.jpg   9
[  ] indez.php    5
[dir] xxx/       5
[  ] .passwords    4
[txt] 2005css.css   4
[dir] mailbox/     2
[dir] photoalbum/   2
[dir] hidden_folder/  1
[mov] latinobabes.mov 1
[dir] admin/      0
[dir] cgi-bin/     0
[dir] imges/      0
[dir] my_sql/     0
[txt] robot.txt    0
[dir] xvideos/     0
          --
          33

Mér finnst skrýtið hvað .css skráin var vinsæl, en ég held að það stafi frekar af því að hún hafi verið ofarlega í listanum heldur en að lesendur mínir séu sérlega forvitnir um CSS stílblaðatilþrif mín.

Ég er líka örlítið sár fyrir hönd latínóskutlanna minna að heimildarmyndin um þær skuli aðeins hafa fengið eitt atkvæði, en svona er smekkurinn misjafn.

Þær líða kannski aðeins fyrir það að vera neðarlega í stafrófinu. Bustylatinobabes.mov hefði verið næst á eftir Birgitte og kannski krækt í fleiri atkvæði. Prófa það næst.

Kærar þakkir fyrir þátttökuna í rugli ársins.


< Fyrri færsla:
Aprílgabbið 2006
Næsta færsla: >
Að afliðinni ammælishelgi
 


Athugasemdir (4)

1.

Margrét reit 02. apríl 2006:

Til hammó með ammó :)

2.

Jón H reit 02. apríl 2006:

Já til hamingju með afmælið. Ég geri ráð fyrir því að latínóbeibin séu feik eins og allt annað. Djöfulsins svik.

3.

Óskar Örn reit 02. apríl 2006:

Til hamingju með daginn kallskarfur. Eins og Pink Floyd orðuðu það: "Shorter of breath, and one day closer to death!"
Féll alveg fyrir gabbinu. Hélt bara að síðan væri e-ð fokkd og beið rólegur eftir að þú kipptir henni í liðinn til að ég gæti ritað ammliskveðju. Tékkaði ekki á latinobabes.mov. Sver það. Hljómaði líka of gott til að geta staðist.

4.

Kallskarfurinn svikuli reit 03. apríl 2006:

Þakka kveðjurnar :)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry