Undirbúningur smundirbúningur

Ég fékk lykla að lókalinu í gærkvöldi og skrifaði undir samning um réttindi mín og skyldur. Um hádegið kíkti ég svo niður til að byrja að rótast í mublum og átta mig á hvernig þetta verður allt saman.

Það kom strax í ljós að græjurnar niðri ráða ekki við brennda geisladiska, þannig að það verður iPodinn sem sér um að miðla tónlist kvöldsins, enda geisladiskasafnið mitt næstum allt í geymslu á Flyðrugrandanum.

Svo er ég búinn að fara í Netto og kaupa nokkra hestsburði af snakki og í Kvickly til að kaupa allt það sem ekki fékkst í Netto. Lokainnkaup dagsins verða svo bjórkassi úr Daglig Brugsen - svo ég þurfi ekki að drösla honum sérlega langt.

Nú er að fara að ryðja innkaupunum niður í kjallara og kæla bjórinn. Svo þarf ég líklega að skrifa einhver skilaboð á útidyrnar til að vísa gestum hvaða leið þeir eiga að fara til að komast í veislusalinn, en það er gengið inn í hann úr bakgarðinum.

Ég hef trú á að þetta verði hin besta skemmtan.

Svo er bara að endurtaka leikinn í vor þegar fleiri verða á svæðinu.


< Fyrri færsla:
Fuglaflensufettisið hjá mbl.is
Næsta færsla: >
Afmælisveislan
 


Athugasemdir (3)

1.

Alex reit 08. apríl 2006:

Góða skemmtun :)

2.

Óskar Örn reit 08. apríl 2006:

Skemmtu þér fallega kallinn minn! Er í athugun hvort ég kemst til þín á Falcon Crest þann 21. (þ.e.a.s. ef minns er boðið..!!). Held að frúin sé að vinna, en það má kannski finna e-ð út úr því.

3.

Þórarinn sjálfur reit 09. apríl 2006:

Takk, takk.

Þér er vissulega boðið á Fálkann doktor Óskar, vonast til að sjá þig þar.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry