maí 2006 - færslur


Tónlistarplögg: eMusic

Óskar Örn nefndi við mig tónlistarvefinn emusic.com þegar við hittumst á Kaffi París. Ég er búinn að skrá mig á vefinn, sem mér líst mjög vel á og sækja tvær heilar plötur og einhver 7 lög að auki - ókeypis.

Af andhönnunarumræðulokum

Ég veit ekki hvort nokkur lesenda thorarinn.com hefur orðið var við umræðu í vefheimum um það hvort hönnun sé vefjum kannski fötlun, þ.e. að "ljótir" vefir séu ef til vill líklegri til að verða vinsælir. Þessar vangaveltur eru í eðli sínu byggðar á hugtakabrengli, því hönnun er alls ekki það sama og útlit. Nú hefur eitt minna átrúnaðargoða hins vegar gefið út hinn endanlega dóm í þessu máli.

Hlaupið með sturtuhaus

Ég hljóp úti í sólinni áðan, hef fiktað við sturtuhausinn minn (á mjög siðsamlegan hátt), týnt linsu og verð líklega búinn að bæta við nokkrum ljósmyndum áður en ég verð búinn að klára þessa færslu.

Sagt upp

Í dag var mér sagt upp, og það skriflega. Man ekki hvenær mér var síðast sagt upp, en það er líklega skilgreiningaratriði eins og svo margt annað.

Bjór í sól er skemmtan góð

Það er vorboði sem ekki fer milli mála þegar maður tekur fredagsbarinn sitjandi úti í sólinni í góðum hópi og sötrar öl úr rétt tæplega þriggja kílóa glösum. Svei mér þá ef þetta er ekki allt að koma sumarlega séð.

Þrek eða ukulele?

Nýjasta furðuhugmyndin sem skotið hefur upp í mínum undarlega kolli; ætti ég kannski að fá mér ukulele?

Rassblautur á kórtónleikum

Það er varla að maður þori að viðurkenna hversu kærulaus maður hefur verið gagnvart sól helgarinnar. Sem sólarsveltum frónsara ber mér eflaust að vakna fyrir allar aldir og liggja því sem næst nakinn frá morgni til kvölds til að safna að mér geislum. Ég stóla hins vegar meira á að sumarið verði gott og tek lífinu með ró.

Kubbandi sér vinsældir

Ég bölvaði því um daginn að vera ekki búinn að kaupa mér Kubb til að geta blásið til einvígis á einhverri grasflötinni í nágrenninu. Nú hefur því verið kippt í liðinn.

Áhrifamáttur hlaupandi sólar

Sólin lætur að sér kveða í Köben þessa dagana og léttir lund þeirra sem ekki eru að drukkna í skólaverkefnum. Ég næ sem betur fer nokkurn vegin til botns og get því leyft mér smá kæruleysi - svona seinnipartinn.

Strengir eru strengdir

(e. Strings Attached)
Mér til nokkurrar undrunar vaknaði ég í gær, föstudag með harðsperrur dauðans í rassi og lærum. Kubb er sko enginn leikur, heldur afreksmannaíþrótt! Svo fór ég í afmælisútigrill í gærkvöldi og á smá brölt í framhaldi af því.

Færsla númer 700

Þessi færsla er samkvæmt gagnagrunninum mínum sjöhundraðasta færslan sem færð hefur verið til minnar stafrænu dagbókar. Það er slatti af færslum.

Í hringiðu atburða

Heldur þykja mér nú dramatískir atburðir vera farnir að þrengja hring sinn um búveru mína. Hef þó ekki orðið var við neitt af þessu nema af afspurn, en það er kannski bara svona að vera í stórborg.

Skokkað með Johnny

Í gær fór ég út að trimma með Johnny Cash í eyrunum. Eða réttara sagt með Kris Kristofferson í eyrunum að lesa bók um Johnny Cash. Svo er ég enn að spá í að fá mér ukulele...

Sleggjudæmt um júró

Þegar ég kom heim frá því að hitta doktor Sjöfn og hygge mig í miðbænum var undankeppni júró nýlega byrjuð. Eftir að hafa horft á fyrstu lögin stóðst ég ekki mátið að grípa tölvuna og hripa niður nokkra sleggjudóma.

Aftur og nýkominn

Á fimmtudagskvöldið skýst ég til Íslands í stutta för. Tilefnið gæti vissulega verið gleðilegra, en lögmál náttúrunnar láta ekki að sér hæða.

Rokkað á skarfabar

Á fimmtudegi kom Sjöfn í heimsókn til borgarinnar, á föstudegi fór ég í heimsókn og á tónleika og á laugardeginum fór ég í heimsókn og horfði ekki á Júró. Hvað eru mörg og í því?

Fyrsta danska atvinnusamtalið

Í dag fór ég í fyrsta atvinnuviðtalið mitt á dönsku. Kannski er þó réttara að kalla þetta atvinnusamtal (svipað og þau sem ég fór í á Íslandi í apríl) enda meira kynningarspjall sem hugsanlega geti leitt til formlegri samningaviðræðna.

Einmöltungur og draumalandið

Þegar ég skreið í gærkvöldi snemma upp í rúm með einmöltung og Andra Snæ varð mér huxað til þessarar óskrifuðu dagbókarfærslu. Spurningin var hvort ég ætti að strika Andra Snæ út og segjast hafa farið upp í rúm með Barböru Cartland í staðinn, til þess að komast að því að það væri víst litlu skárra. Þaðan leiddust huxanir yfir í það hvort einhver aðrir en ég og Stefán Pálsson skildu orðið einmöltungur.

Aftur kominn út

Þá er ég kominn aftur á Amagrinn eftir að hafa varið helginni á Íslandi. Þótt tilefni fararinnar hafi kannski ekki verið gleðilegt heppnaðist hún í alla staði vel og ég held að fjölskyldunni hafi tekist vel að hnýta viðeigandi endahnút við æviferil ömmu Sigrúnar.