Af andhönnunarumræðulokum

Ég hef ekki fylgst grannt með þessari umræðu um design versus un-design, en hún hefur verið að skoppa upp og niður líkt og flotholt á gáróttum sjó undanfarna mánuði. Sumir vísa á þessa færslu Robert Scoble sem kveikjuna að þessari nýjustu birtingarmynd hennar.

Nú hefur hins vegar eitt af átrúnaðargoðum mínum, Jason Santa Maria, kveðið úr um þetta (orðið átrúnaðargoð er hér notað í hæfilega sposkum tóni).

Things are not either black or white. Good design is certainly not only something visually beautiful. I will yell it from the rooftops, design is communication! Which means: design is writing, design is organization, design is usability, and on and on. Design encompasses much more than you think. If you are still clinging to the idea that design is merely decoration, or that something has to be visually appealing to be successful, you are as thick as the mud you’ve been flinging.

Ástæðan fyrir því að ég sé ástæðu til að færa þetta sérstaklega til bókar hér er einfaldlega sú að ég er sammála kauða. Það að líta á hönnun sem bara útlit er ofeinföldun (í raun kannski hrein ranghugsun) - hönnun er meira eða minna allt ferlið frá hugmynd til afurðar og snýst kannski einmitt um að brúa bilið milli hugmyndar og afurðar sem nýtist öðrum.

Grafísk hönnun er einn hluti þessa ferlis (en í tilviki vefhönnunar aldrei nema lítill hluti). Þess vegna hef ég reynt í gegnum tíðina að gera skýran greinarmun á hönnun sem safnhugtaki og grafískri hönnun sem sérstökum undirflokki (þó ég viti ekki hvort það er nægilega skýrt í t.d. þessu tuði mínu um daginn).

En sem sé (svo orðum goðsins sé gróflega snarað):

Hönnun er samskipti!


< Fyrri færsla:
Tónlistarplögg: eMusic
Næsta færsla: >
Jæja, hér væri gott að hafa fyrirsögn
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry