Tónlistarplögg: eMusic

eMusic.com er indí-tónlistarverslun á netinu, með prýðilegt úrval (held ég hafi séð einhversstaðar töluna 1 milljón lög) á mjög góðu verði (niður í 22 sent á lagið) og það sem er ekki hvað síst mikilvægt; tónlistin er seld sem MP3 skrár - engar læsingar eða kjaftæði.

Það síðasttalda finnst mér töluvert mikilvægt, því mér finnst miklu meiri "eign" í því að geta spilað þá tónlist sem ég er að kaupa svona hvar og hvernig sem mér sýnist. Auðvitað vantar þó eignarhlutann sem felst í diskahulstrinu sjálfu, en á móti kemur umöguleikinn til að velja sér "bland í poka".

Ókeypis prufa

Með því að skrá sig (og gefa upp kreditkortanúmer) getur maður sótt 25 lög ókeypis og ef maður segir upp pakkanum innan 14 daga er maður ekki rukkaður. Ég skráði mig í minnstu áskriftina (10$ á mánuði; 40 lög - ca. 19 krónur íslenskar á lagið) og ætla að prófa þetta aðeins.

Núna er ég búinn að sækja nýju plötuna með Antony and the Johnsons. Þar sem ég komst ekki á tónleikana með Calexico og Iron And Wine, þótti mér líka tilhlýðilegt að sækja In The Reins og til að klára 25 lög tók ég nokkur af þessari plötu með Radiohead coverlögum og nokkur live lög með My Morning Jacket.

Galli á gjöf Njarðar

Þó er einn galli á þessu, sumar plötur virðast ekki vera fáanlegar í vissum löndum (t.d. Illinoise með Sufjan Stevens). Við skráninguna sagðist ég vera í Danmörku og ég sé ekki að ég geti breytt því í prófílnum mínum. Mér sýnist samt að þær plötur sem ég ekki get downloadað (þar sem þær séu ekki til útgáfu í .dk) séu notendur í öðrum löndum líka að kvarta yfir að geta ekki sótt.

Það er því kannski spurning um að segjast vera í USA - ef þeir eru þá með besta úrvalið (sem ég þori ekki að fullyrða) (a.m.k. virðist ekki betra úrval í UK heldur en DK).

Specially for you my friend

Ef einhver sem þekkir mig hefur áhuga á þessu má gjarnan hnippa í mig og láta mig senda "boðskort" - það breytir engu fyrir ykkur, en ef einhver sem ég býð gerist greiðandi áskrifandi fæ ég 50 lög sem bónus.

Því miður vissi ég ekki af þessu áður en ég skráði mig, annars hefði ég fengið Óskar til að senda mér invite.

Jú, tónlistin

Kannski rétt að nefna hvers konar tónlist er þarna; þetta virðist prýðilegt úrval af alls kyns tónlist - þó ekki frá allra stærstu leibelunum. En þarna er hellingur af stórum nöfnum í bransanum; Björk, Flaming Lips, Johnny Cash, Belle and Sebastian, Godspeed you! black emperor, Hendrix, Nine Inch Nails, The Streets, Arcade Fire og svo framvegis (þó í sumum tilvikum séu ekki endilega allar plöturnar þeirra í boði).

Þarna er líka slatti af hip hop, gömlum blús og veraldartónlist sem ég hef ekkert grúskað í ennþá.

Það er hægt að hlusta á 30 sek. dæmi úr hverju lagi, en mér hefur ekki tekist að fá "Listen to All" (heil plata) til að virka í minni samsetningu (Firefox / iTunes) þó ég viti ekki hvað veldur því.

Endilega kíkið á þetta.


< Fyrri færsla:
Ekki byrjar maður nú á miklum dugnaði
Næsta færsla: >
Af andhönnunarumræðulokum
 


Athugasemdir (8)

1.

Óskar Örn reit 02. maí 2006:

AAARGH! Af hverju fattaði ég ekki að senda þér invite!! Er búin að senda nokkur en enginn þeirra bitið á agnið enn þá! Oh well....! Annars er Illinoise illu heilli líka ófáanleg í gegnum emusic hér á Íslandi. Sama gildir um allt með Belle&Sebastian ásamt ýmsu fleiru sem ég hafði augastað á. Keypti hins vegar "Funeral" með Arcade fire og mæli með. Sömuleiðis skaltu kíkja á Devandra Benhart, hæfileikaríkur ruglukollur þar á ferð. Ciao!

2.

Þórarinn sjálfur reit 03. maí 2006:

Já, það er létt klúður að hafa ekki græjað þetta í gegnum þig.

Mér sýnist að tvær breiðskífur með B&S séu niðurhalanlegar hérna í DK (önnur þeirra nýja platan), hinar ekki.

Ég kíki á hitt við fyrsta tækifæri.

3.

Már reit 07. maí 2006:

Hver er þjöppunin á þessum MP3 skrám? Eru þær kóðaðar með "variable bit-rate" (VBR)?

4.

Már reit 07. maí 2006:

Hmmm... og hvað er málið með það að þurfa að installa einhverjum forritum til að geta sótt nokkrar MP3 skrár?

Hljómar hálf dúbíus... og lætur mér detta í hug Spyware og ógeð. Er alvg víst að sala á tónlist sé eina tekjulindin þeirra?

5.

Már reit 07. maí 2006:

Eins og mig grunaði þá virðist *einhver* böggull fylgja skammrifi... Sjá: Spyware Guide: eMusic og F-Secure Spyware Information Pages : Adware.eMusic

Ég er reyndar ekki búinn að skoða þetta neitt mikið meira en þetta.

6.

Þórarinn sjálfur reit 07. maí 2006:

Hmmm...

Sjálfir segja þeir: "No Spyware, No Adware
The eMusic Download Manager functions only to help you download from eMusic. No other software is installed and no personal information is sent from your computer to eMusic."

Það að smella á linkana opnar einhvers konar skráarwrap sem clientinn svo opnar og vistar MP3 skrána - ég veit ekki hvort þeir nota upplýsingar frá clientinum til að uppfæra prófílinn minn; þ.e. hvað ég hef sótt og hvaða áhrif það hefur á inneignina mína, það myndi eflaust duga til að flokka clientinn sem spyware skv. einhverjum skilgreiningum.

Skrárnar sem ég hef sótt eru VBR, ca. 160-200 kbps.

7.

Már reit 08. maí 2006:

F-Secure: "The eMusic installer [...] has no functionality to cancel the install." ... getur þú uninstallað eMusic með hefðbundnum leiðum?

Líklega dugir þetta, ásamt "promotional" shortcuts táknmyndum á skjáborði og/eða í Start Menu, ásamt skorti á "licence agreement" til að flokka þetta sem semi-meinlaust "adware".

Ég er sko alveg spenntur fyrir þessu, en vil ekki ana út í neina vitleysu.

8.

Þórarinn sjálfur reit 08. maí 2006:

Skil það vel, er ef eitthvað er hálfsár út í sjálfan mig að hafa ekki kíkt gagnrýnni augum á þeirra eigins fullyrðingar um adware-hreinleika.

Ég held ég prófi að uninstalla og installa aftur applicationinni þegar ég er næst við mína eigins tölvu - bara svona af vísindalegum áhuga, læt vita.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry