Meira af tónlistarplöggi

Már félagi minn hefur verið að grúska aðeins í umsögnum um eMusic-forritið sem maður þarf að nota til að sækja lög úr versluninni. Hann velti því upp í athugasemdum við upphaflegu færsluna mína hvort þetta geti verið dulbúin óværa.

[...]
Hljómar hálf dúbíus... og lætur mér detta í hug Spyware og ógeð. Er alveg víst að sala á tónlist sé eina tekjulindin þeirra?

Eins og mig grunaði þá virðist *einhver* böggull fylgja skammrifi... Sjá: Spyware Guide: eMusic og F-Secure Spyware Information Pages : Adware.eMusic

[...]
F-Secure: "The eMusic installer [...] has no functionality to cancel the install." ... getur þú uninstallað eMusic með hefðbundnum leiðum?

Eftir að hafa kíkt á þessa vefi hef ég skoðað eMusic aðeins betur, en get ekki séð að þetta sé neitt að hafa áhyggjur af.

Hugsanlega er bara búið að uppfæra clientinn á þessu hálfa ári sem liðið er síðan þessar umsagnir voru skráðar, ég er a.m.k. ekki að upplifa nein vandamál með þetta.

Ég prófaði t.d. að uninstalla forritinu gegnum Control Panel, Install Shield (eða hvað það nú heitir installforritið) virtist fara létt með að fjarlægja það með manni og mús og leit á harða disknum benti ekki til þess að það hefði neitt orðið eftir annað en mappan í Program Files og ein XML skrá.

Ég get heldur ekki séð að forritið (clientinn) sé neitt að hafa sig í frammi nema bara þegar ég sæki skrár af eMusic. Mér sýnist einna helst að þetta sé í grunninn til bara skel ofan á ftp-samskipti (eða eitthvað þvíumlíkt) við eMusic.com.

Við að smella á download fær maður einhvers konar tóken-skrá sem clientinn svo notar til að stilla lögunum upp í biðröð og sækja þau. Hægt er að nota pause og resume, svipað og í ftp-forritum.

Nú er ég ekki sérlega aðvanseraður í þjónafræðum, en í fljótu bragði sýnist mér að það myndi vera erfitt að opna fyrir aðgang beint að mp3 skrám á skráarþjóni (þ.e. sem söluvöru) nema með því að útbúa einhvers konar einnota slóð, sem aftur ylli vandræðum ef eitthvað kæmi upp á.

Ég er í þessum rituðum orðum að sækja Funeral með Arcade Fire eftir ábendingu frá Óskari og fyrstu tvö lögin lentu í einhverju hiksti á kollegínetinu, en ég treysti á að clientinn standi sig í að sækja þau í annarri tilraun.

Lox kíkti ég aðeins á vefinn hjá þeim kumpánum og mér sýnist Privacy Policy hjá þeim vera eins og við er að búast. (Svolítið loðin og teygjanleg, en að mestu sanngjörn að sjá).

Ég finn a.m.k. enga merkjanlega skítafýlu af þessu enn sem komið er og ætla að gefa þessu séns einhverja mánuði í viðbót.


< Fyrri færsla:
Að gefnu tilefni
Næsta færsla: >
Rassblautur á kórtónleikum
 


Athugasemdir (4)

1.

Óskar Örn reit 08. maí 2006:

Skildi 5ta hvert orð eða svo í þessari nördismaorgíu en náði því samt að emusic er líklega OK. Er sáttur við það enda sæi ég eftir því ef ég þyrfti að losa mig við það, mikil gullnáma!
Varðandi fyrri færslu um ukulele þá áskotnaðist mér einmitt slíkur gripur í afmælisgjöf fyrir liðlega mánuði. Mæli hiklaust með þessu, þetta er snilldarhljóðfæri og eins og þú segir þá er heldur einfaldara að mynda flest (ekki öll!!) gripin á 4 strengi en 6. Reyndar er dálítið snúið að læra að stilla svona grip og þarf reyndar að gera það oft því þau halda illa stillingu en þú ættir að geta ráðið fram úr því með æfingunni. Skelltu þér á ukulele og við stofnum svo band ef þú flytur heim!

2.

Þórarinn sjálfur reit 08. maí 2006:

Nördismaorgía er nýja uppáhaldsorðið mitt.

Já, svei mér þá ef ég fer ekki að svipast alvarlega um eftir ukuleleum - pant vera óþekki strákurinn í bandinu!

3.

Már reit 09. maí 2006:

Jamm... ætli maður smelli sér ekki bara út í djúpu laugina. Þú mátt endilega senda mér invæt.

Ekki það, ég fattaði það um leið og ég stóð upp frá tölvunni þegar ég hafði skrifað kommentið þar sem ég spurði þig hvort þú gætir uninstallað, að það er náttúrulega spy-/adware forritun 101 að láta "front" forritinu fylgja voða sætan uninstaller sem *þykist* uninstalla öllu - en sem skilur í raun eftir allt bitastæða dótið.

4.

Óskar Örn reit 09. maí 2006:

Hey, believe it or not en ég skildi þessa síðustu athugasemd bara alla held ég! Jesssss!!!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry