Í hringiðu atburða
14. maí 2006 | 0 aths.
Ég skrifaði í frekar galgopalegum tóni um ákeyrsluna sem varð hérna í nágrenninu fyrir nokkrum dögum.
Þegar ég hjólaði svo um daginn framhjá trénu sem manninum hangandi framan á sendiferðabíl var ekið á, og sá þar blómvendina og kertin sem lögð hafa verið á staðinn áttaði maður sig betur á alvöru málsins.
Nú liggja fyrir játningar í málinu, en ég verð að viðurkenna að jafnvel eftir að hafa lesið lýsingu á því hvað lá að baki er ég ekki alveg að ná samhenginu.
Snákar á sveimi
Í gær var ég að fletta í Metro blaði sem ég hafði gripið með mér á heimleið frá föstudagsskrallinu. Þar var meðal annars eftirfarandi smáfrétt:
Fandt kornsnog på badeværelset
Amager: Man skal tage sig i agt, når man går ind på sid badeværelse. Man ved aldrig, hvilke lifsformer det huser. Det måtte en amerkaner sande, da han i går morges fandt en kornsnog på badeværelset i sin lejlighed på Brydes Alle i København. Slangen var blot 15 cm lang.
Manden blev ikke mere befippet, end at han selv puttede slangen i en beholder, inden han kontaktede politiet på Station Amager, som hentede den ubudne gæst. RITZAU
Þegar ég las þetta fannst mér götunafnið eitthvað kunnuglegt og huxaði með mér að þetta hlyti að vera gata einhversstaðar hérna í nágrenninu. Ég þurfti í alvöru að huxa mig um í svolitla stund áður en ég kveikti á því að þetta er gatan sem ég bý við!
Ég hef ekki hugmynd um hvað kornsnog heitir á íslensku, en hér eru nokkrar myndir af slíkum kvikendum.
Ekki það að ég hafi neinar áhyggjur af þessu. Ef svona slanga laumaði sér inn á baðherbergið mitt yrðu silfurskotturnar mínar fljótar að yfirbuga hana og éta.
Gómaður bak við gám
Svo sé ég á vefmiðlum í dag að í nótt var maður gripinn bak við gám hér í Brydes Alle við nauðgunartilraun. Lögregluna grunar að hann hafi gert aðra nauðgunartilraun fyrr um nóttina.
Þannig að það er alls konar í gangi hérna í hverfinu þessa dagana.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry