Háls- og höfuðágræðsla
21. maí 2006 | 0 aths.
Vesalings iðnaðarhaugsuga hæðarinnar hafði upp á síðkastið verið farin að láta töluvert á sjá, einkum var strjúpasár hennar sem illa gekk að halda luktu þrátt fyrir límbandstilþrif tekið að hafa áhrif á suguhæfni hennar.
Nú í morgun er hún komin með nýtt höfuð og nýjan barka og sýgur sem aldrei fyrr.
Veit þó ekki hvað það segir um huxanlega kynþáttafordóma mína að kunna mun betur við hana svona með ljóst höfuð heldur en svart?
Verst að ég hef hana grunaða um að hafa í laumi sogað í sig eitthvað af húsgögnum og innbúi öðru meðan á nýlokinni ryksugun stóð - við fyrstu yfirsýn sakna ég þó einskins en mun hafa augun áfram opin.
Ég stóð hana a.m.k. að því að vera langt komna með að táldraga lakdraga rúmið mitt á meðan ég var með hugann annarsstaðar eitt augnablik.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry