júní 2006 - færslur
01. júní 2006 | 0 aths.
Í gær leit verkefnakennarinn við hjá okkur og við ræddum möguleika varðandi næstu skref í tilraunum okkar. Úr því varð þvílíkt hugmyndaflóð að við vorum lengi að jafna okkur (og erum vart enn). Eftir það fór ég í bæinn, keypti mér miða á Hróarskeldu og nýtt leikfang.
01. júní 2006 | 2 aths.
Meðal þess sem ég afrekaði í heimförinni var að skella mér við þriðja mann á tónleika með Heavy Trash.
01. júní 2006 | 2 aths.
Daginn eftir jarðarförina hittumst við frændsystkinin í kubbmóti í Hljómskálagarðinum.
03. júní 2006 | 0 aths.
Þá er komið í ljós að ekkert verður úr því að mér verði boðið starf hjá danska fyrirtækinu sem ég fór í viðtal hjá í síðastliðinni viku, a.m.k. ekki að sinni.
04. júní 2006 | 3 aths.
Nú er ég búinn að kaupa mér tjúner fyrir ukuleleinn og er í gríð og erg að reyna að æfa upp nokkur lykilgrip. Er að verða kominn með C, F og Am á hreint (enda frekar létt), Em er hins vegar ívið flóknara en á gítar.
04. júní 2006 | 5 aths.
Þessa helgina stendur yfir Pinsekarnevalet í Kaupmannahöfn. Það einkennist helst af því að Danir af öllum húðlitum ganga létt af göflunum og reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að þeir séu staddir í Ríó.
05. júní 2006 | 0 aths.
Það er greinilegt að það er ekki bara ég sem er að stökkva um borð í ukulele-lestina. Allur heimurinn er að ganga af göflunum.
06. júní 2006 | 0 aths.
Orðsnilld dagsins á Ólafur Stígsson, boltasparkari í Fylki.
06. júní 2006 | 4 aths.
Undanfarinn mánuð hefur ákveðið ritstjórnarlegt þema verið við lýði í tilraunaskyni hér á thorarinn.com. Veit ekki hversu margir lesendur hafa þó tekið eftir því.
08. júní 2006 | 0 aths.
Á miðvikudag fékk ég hnipp frá Jóni Heiðari um frétt á vef Alcoa þar sem þeir ljóstruðu upp leyndarmálinu mikla um raforkuverðið frá Kárahnjúkum. Skömmu síðar hvarf fréttin af vef Alcoa. Sem fær mann til að huxa sitt...
08. júní 2006 | 4 aths.
Nú er spurning með hverjum á að halda á HM. Því velta einnig fyrir sér fleiri mætir menn.
09. júní 2006 | 4 aths.
Helvíti er staður þar sem miðaldra danskir tónlistarmenn koma saman og spila kántrítónlist og syngja á frönsku fyrir sakleysingja.
10. júní 2006 | 2 aths.
Danir hafa mjög einfalda skilgreiningu á því hvaða dagur er fyrsti sumardagurinn. Ef mér skjátlast ekki var sá dagur líklega í dag. Það þvælist þó aðeins fyrir "sumarnotum" að HM skuli líka hafa byrjað af alvöru í dag.
11. júní 2006 | 0 aths.
Í dag var hlýtt og ekki ský á himni. Minns var úti. Vonast til að hafa sloppið við teljandi bruna.
12. júní 2006 | 0 aths.
Aðsóknartölurnar í vinstri vængnum tóku skyndilegt og torútskýrt stökk um helgina. Eftirgrennslan bendir til þess að skyndilegum vinsældum mínum sé ekki um að kenna.
12. júní 2006 | 0 aths.
Aftur 25 stiga dagur í dag. Lítið um kvartanir yfir því.
14. júní 2006 | 0 aths.
Í dag fékk ég voðafínt kort frá SagaBonus í póstinum. Veit ekki hvort það mun nokkuð gagnast mér á næstunni.
14. júní 2006 | 0 aths.
Örlítið hlé á geislabaðinu í dag en það hefst aftur á morgun. Grill í gær, stress í dag og komandi daga.
14. júní 2006 | 5 aths.
Þessa dagana er ég mikið að spá í hvað ég geri í haust, enda er ég eiginlega búinn að setja mér það markmið að taka ákvörðun fyrir mánaðarlokin.
15. júní 2006 | 0 aths.
Grillveislunni síðastliðinn miðvikudag virðist hafa fylgt óvæntur bónus í formi óumbeðinnar athygli dönsku fánunnar.
17. júní 2006 | 0 aths.
Það er hér með opinbert. Ég er langverstur í borðfótbolta.
17. júní 2006 | 2 aths.
Í dag var sautjándi júní haldinn hátíðlegur. Veðrið var þegar upp var staðið afbragðsgott.
21. júní 2006 | 2 aths.
Færslufall undanfarinna daga stafar hvorki af andláti mínu né ástfengni líkt og getum hefur verið leitt að. Ég hef bara ekki gefið mér tíma til að skrifa.
21. júní 2006 | 1 aths.
Leikur gærdaxins var kannski ekki tæknilega besti leikur HM til þessa, en hann var sá fyrsti sem hefur fengið mig upp úr stólnum fagnandi mörkum.
21. júní 2006 | 0 aths.
Í gær birti mennamálaráðuneytið danska áform um samslátt háskóla. Samkvæmt þeim áformum verður ITU sameinaður einhverjum af stærri skólunum, líklega Kaupmannahafnarháskóla.
22. júní 2006 | 2 aths.
Íslenskur materíalismi, hjól, bílar, flöt sjónvörp og ég.
23. júní 2006 | 0 aths.
Nú fer að koma að því að maður þurfi að horfast í augu við að ekki eru nema 7 vinnuvikur eftir þar til við eigum að skila lokaverkefninu. Og við erum ekki byrjuð að skrifa neitt!
23. júní 2006 | 2 aths.
Þá er kominn Sankt Hans´ aften. Sem þýðir að í kvöld verða nornir brenndar á báli um alla Danmörk.
25. júní 2006 | 4 aths.
Grillhyggerí, flutningar, verkfræðiráðgjöf, tónlistargagnrýni, ný blogg-stjarna er fædd.
25. júní 2006 | 2 aths.
England þumbast áfram. Hollendingar ullu vonbrigðum og Portúgalir komust að mínu mati verðskuldað áfram. Dómarinn maður leiksins, auk þess að fá tilþrifaverðlaunin.
26. júní 2006 | 3 aths.
Hér var búið að spá þrumuveðri og djöfulgangi í dag. Það gekk líka eftir, nema bara ekki hér í Köben. Eiginlega hálfsvekktur.
27. júní 2006 | 0 aths.
Nokkrar myndir frá helginni.
29. júní 2006 | 0 aths.
Nú fer alveg að bresta á með Hróarskelduför. Það er ekki annað að sjá en spáin sé nokkuð hagstæð: