Kubbað við Hljómskálann

Ég var varla mættur til landsins þegar mér var tilkynnt að það yrði kubbmót í Hljómskálagarðinum á laugardag, í erfidrykkjunni var svo ákveðið að keppa skyldi í búningum og þeir myndu jafnvel ráða því hverjir yrðu saman í liði.

Við systkinin rændum íþróttagallasafn Sigmars og mættum á svæðið með margnefnt sett uppáhaldssystur minnar.

Menn tóku búningatilskipanir misalvarlega, en Helga frænka sem mætti í víkingabúningi og Nonni frændi í Vasagöngubúningnum þóttu bera af.

Við lékum á tveimur völlum og þótt eitthvað væri um los á mannskapnum var bara skipt inn á eftir þörfum og við vorum alltaf með fjögur lið í leik.

Annars segja myndir meira en mörg orð.

Fagnaðardans fagur


< Fyrri færsla:
Helstu bartar landsins
Næsta færsla: >
Að taka höfnun
 


Athugasemdir (2)

1.

Sigmar reit 01. júní 2006:

Glæsilegar myndir, sigurdansinn var tignarlegri en mig minnti.

2.

Þórarinn sjálfur reit 03. júní 2006:

Já af kyrrmyndum að dæma var þetta mjög þokkafullt.

Það er aldrei of seint fyrir þig að skipta um feril og snúa sér að ballettinum...

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry