Í þremur orðum

Að hluta til innblásið af hinum glúrna skríbent Greg Storey, sem hefur það fyrir reglu að allir titlar á færslum hans skuli vera eitt orð að lengd, hafa allar dagbókarfærslur mínar undanfarinn mánuð haft þriggja orða fyrirsagnir.

(Sjá t.d. lista dagbókarfærslna í maí.)

Það liggur engin sérstök pæling að baki tölunni 3. Ég rak bara augun í að ég hafði skráð nokkrar færslur í röð með þriggja orða fyrirsögnum og ákvað að prófa hvort ég gæti gert þetta að reglu.

Síðasta (title.length != 3) fyrirsögnin var Bjór í sól er skemmtan góð þann 6. maí.

Ég verð að játa að þessi tilbúna "hömlun" hefur stundum vafist fyrir mér þegar kom að fyrirsagnasmíð og krafist smá umhux, auk þess sem þetta hefur klárlega verið á skjön við allar þumalfingursreglur um að fyrirsagnir eigi fyrst og fremst að vera lýsandi fyrir innihaldið.

Því miður á ég ekki kött svo ég get ekki beitt aðferð Gregs þegar ég lendi í erfiðleikum:

When all else fails I tack some words to a carpeted wall and toss a cat towards them. Which ever word the cat clings to is then selected for the title. This method isn't as brainy but it's sure fun to watch.

Á sama hátt og ég leyfi mér að búa til gervireglur á borð við þessa áskil ég mér að sjálfsögðu réttinn til að svikja regluna þegar ég verð leiður á henni.

En mér til fróðleiks, hafði einhver lesandi tekið eftir þessari fyrirsagnastefnu?


< Fyrri færsla:
Allir vinna alla
Næsta færsla: >
Íslenski bloggarinn ógurlegi
 


Athugasemdir (4)

1.

hildigunnur reit 06. júní 2006:

neibb.

2.

Þórarinn sjálfur reit 08. júní 2006:

"They sure are a silent bunch, aren´t they Jack?"

3.

Jón H reit 08. júní 2006:

The silence can be explained by the overwhelming lack of interest I sense in them ...

4.

Þórarinn sjálfur reit 09. júní 2006:

Alas, such is the desolate life of the lonely scribe. Seeking the little joys where any can be found, and stubbornly trying to elicitate responses from his fellows by every means.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry