Íslenski bloggarinn ógurlegi

Á miðvikudag fékk ég hnipp frá Jóni Heiðari um frétt á vef Alcoa þar sem þeir ljóstruðu upp leyndarmálinu mikla um raforkuverðið frá Kárahnjúkum. Skömmu síðar hvarf fréttin af vef Alcoa.

Eins og Jón Heiðar býsnast skiljanlega yfir er svolítið spes að sjá að Brasilíumenn fá 100% hærra verð en Landsvirkjun tókst að semja um:

But the agreed price — 30 dollars per megawatt-hour — was far from ideal. In Iceland, the company pays half that.

Már bendir hins vegar á að þetta orkuverð, 1 króna á kílóvatt stund, er í líkingu við það sem menn höfðu spáð að Landsvirkjun hefði náð að semja um.

Panikk í útlandinu

Það sem mér þykir hins vegar áhugaverðast í þessu öllu saman (burtséð frá rasseymslum íslensku þjóðarinnar) er að síðar sama dag var umrædd frétt/grein horfin af vef Alcoa.

Miðað við að hún var skrifuð 6. október, þ.e. rúmum 8 mánuðum fyrr, er skondin tilviljun að hún skuli hverfa sama dag og íslenskir bloggarar fara að vitna í hana.

Már vísar í Pál Ásgeir sem heimildamann og skv. færslu dagsins hjá honum er Alcoa búið að malda í móinn í Mogganum. (Páll vísar í eggin.net sem upphafsskúbbara).

Ég sé fyrir mér panikkina þegar Landsvirkjun komst að því að Alcoa væri búið að leka út leyndarmálinu og að það yrði að þagga snarlega niður. Kæmi mér ekki á óvart þótt það hefði gerst eftir samtalið sem Páll Ásgeir lýsir:

Ég hafði líka samband við Landsvirkjun því mér datt í hug að þeir vildu segja eitthvað um málið. Ég fékk þau skilaboð frá upplýsingafulltrúanum að orkuverð til Alcoa væri viðskiptaleyndarmál og trúnaðarmál og Landsvirkjun myndi ekkert tjá sig um þetta frábæra verð - eina krónu á kílówattstundina.
Ef þetta er leyndarmál þá gleymdist að láta Alcoa vita af því.

Einhver virðist a.m.k. hafa hnippt í Alcoa.

En það er nú einu sinni eðli alnetsins að það sem sleppur þangað út verður ekki svo auðveldlega hamið aftur. Már er t.d. með varanlegt afrit af títtnefndri frétt.


< Fyrri færsla:
Í þremur orðum
Næsta færsla: >
Hver skal studdur?
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry