Hver skal studdur?

Á miðvikudaginn var ég spurður að því með hverjum ég héldi á HM og ég verð að viðurkenna að mér vafðist heldur tunga um höfuð.

Það vill svo skemmtilega til að sama dag viðraði Varríus sínar hugleiðingar um sama efni, og það er greinilega margt líkt með óskyldum.

Mín fyrstu viðbrögð voru líka að velta því upp í hvaða liðum "mínir menn" væru. Í fljótu bragði sýnist mér að það séu; Argentína, England, Frakkland, Holland, Portúgal og Serbía.

Ég get eiginlega ekki huxað mér að halda með Englendingum, þeir eru eitthvað svo hrokafullir. Og af þessum löndum eru það helst Argentína, Holland og Portúgal sem koma til greina sem "mitt lið". Ég set það skilyrði að liðin spili skemmtilegan bolta (og hef oft "haldið með knattspyrnunni" við hátíðleg tækifæri frekar en að styðja eitthvað ákveðið lið).

Maður er soldið svag fyrir Argentínu af þessum liðum, þeir sameina svolítið suðurameríska leikni og harða vörn. Þar er líka minn uppáhalds júnætedari; Heinze vonandi í lykilhlutverki.

Ef Hollendingarnir láta eiga sig að rífast mikið innbyrðis gætu þeir líka gert góða hluti.

Svo er auðvitað næstum standard svar að nefna Brasilíu (ég er a.m.k. alvarlega að velta fyrir mér að fá mér smartan brasilíubol við tækifæri).

Afríkulöndin þekki ég eiginlega ekki neitt, en ætla samt af stuðningi við stuðningsátak Varríusar að halda með Ghana - svona þegar færi gefst.

Þannig að þar með er þeirri spurningu svarað skýrt og skorinort - ekki satt?


< Fyrri færsla:
Íslenski bloggarinn ógurlegi
Næsta færsla: >
Skilgreining á helvíti
 


Athugasemdir (4)

1.

hildigunnur reit 08. júní 2006:

sonurinn á landsliðsbúning Ítalíu, við verðum víst að halda með þeim :-D

2.

Óskar Örn reit 08. júní 2006:

Ég mun eins og endranær halda með bræðrum mínum Gambíumönnum. Reikna því ekki með miklum hjartsláttaruflunum í kringum HM þetta árið. Frekar en endranær.

3.

Jón H reit 08. júní 2006:

Er ekki Fílabeinsströndin málið?

4.

Elli reit 09. júní 2006:

Þetta verður ár Spánar. Ástæðurnar eru misvel þekktar:
1.Nú hefur fjöldi súkkulaðidrengjanna loks fengið að dúsa meðal skásera í Liverpool og lært að vinna boltaleiki eins og menn.
2. Ekki minna atriði er að landsliðið hefur verið með 16 ára hösl í gangi sem hefur miðast við að enginn hafi trú á að þeir komi nokkurn tímann til með að vinna stórmót. En nú munu briljantíngljáðir Spanjólar bíta í skjaldarrendur, láta hendur standa fram úr stuttum ermum og gera gott mót.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry