Skilgreining á helvíti

Helvíti er staður þar sem miðaldra danskir tónlistarmenn koma saman og spila kántrítónlist og syngja á frönsku fyrir sakleysingja.

Starfsmannafélag ITU er að halda sumarveislu og einhverjum snillingnum hefur dottið í hug að hafa kántrí-þema með kúrekahöttum og afskaplega afleitri hljómsveit.

Sem betur fer er barinn opinn og bjórinn nær að einhverju leyti að lina þjáningar manns.


< Fyrri færsla:
Hver skal studdur?
Næsta færsla: >
Så kommer sommeren
 


Athugasemdir (4)

1.

Jón Heiðar reit 09. júní 2006:

Harmoníka var vonandi ekki brúkuð?

2.

Þórarinn sjálfur reit 10. júní 2006:

Harmonikkur, fiðlur og allra handa pyntingartæki.

3.

Jón H reit 10. júní 2006:

Hvaða synd drýgðir þú eiginlega til að verðskulda þetta?

4.

Þórarinn sjálfur reit 12. júní 2006:

Það er bara á milli mín og kaþólska skriftastólsins, verður ekki nánar viðrað hér...

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry