Vinsældir reynast falskar

Aðsóknartölurnar í vinstri vængnum tóku skyndilegt og torútskýrt stökk um helgina. Eftirgrennslan bendir til þess að skyndilegum vinsældum mínum sé ekki um að kenna.

Smávægilegt gagnagrunnsgrúsk leiðir í ljós að nýr "robot" hefur komið í ítrekaðar heimsóknir. Hann kynnir sig sem "psycheclone" og alnetið virðist hafa fáar upplýsingar um hver hann er né hvað hann gerir.

En ég er hér með farinn að hafa auga með honum, svo umferðartölurnar ættu að verða aðeins nákvæmari aftur þegar líður á vikuna.

Þessi færsla fer í sjálfhverfa hornið, þeir sem ekki skildu hana eða er hreinlega alveg sama eru beðnir velvirðingar á trufluninni.


< Fyrri færsla:
Á steikarpönnu almættisins
Næsta færsla: >
Skeyti úr sólinni
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry