Freistandi danskrar fánu
15. júní 2006 | 0 aths.
Eftir grillveisluna á Sólbakka er hægri kálfinn aftanverður rétt tæplega tvöfaldur að ummáli, skartandi rauðu og aumu bitsári.
Nú er spurning hvort um er að kenna fló, flugu eða maur.
Reyndar skilst mér að það hafi nýlega verið höfuðlús að grassera í gestgjafafjölskyldunni, en þótt ég sé loðinn um kálfana efast ég um að það dugi til að lús skjóti þar rótum.
Hef einna helst maurana grunaða, enda sannreyndi ég það að maurarnir á Sólbakka eru harðsvíraðir.
Þegar ég ætlaði að stíga á reiðfákinn til heimfarar kom í ljós að heilt maurabú var langt komið með að drösla hjólinu mínu með sér heim í búið, eflaust til að éta það með lakki og keðju.
Þannig að það eru greinilega ekki bara dönsku stelpurnar sem sækjast eftir að narta aðeins í kálfana á mér...
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry