Það rignir kortum...

Ég hafði spáð Englandi áfram með einu marki eftir framlengingu. Þeim tókst þó að þumba því inn í venjulegum leiktíma, en ollu eins og venjulega vonbrigðum. Vona bara að leikbönn og meiðsl Portúgala verði ekki til að þeim takist ekki að henda Englendingunum út.

Seinni leikurinn virkilega spennandi, en dómarinn fékk óþarflega stórt hlutverk.

Ég er hins vegar sammála dönsku lýsendunum um að öll kortin áttu rétt á sér. Verð í raun að dást að því hvað dómaranum tókst þó að halda höfði.

Hollendingar ollu vonbrigðum, náðu varla skoti á markið þrátt fyrir að vera manni fleiri næstum allan seinni hálfleikinn. Það kom ítrekað í ljós hvað Persie er rosalega einfættur og það gengur ekki upp hjá hægri kantmanni.

Robben hvarf gersamlega í 25 mínútur af seinni hálfleik, náði þá að koma tvisvar við boltann og hvarf aftur þar til á lokamínútunum.

Í ofanálag voru þau brot sem allt eins hefðu verðskuldað beint rautt bæði af hálfu Hollendinga (takkatæklingin á Ronaldo og handboltaruðning Sneijder). Þeir brutu síðan greinilega á fair-play reglum og þrjóskuðust við næst þegar dómarinn stöðvaði leikinn og Portúgalar voru með boltann.

Portúgalirnir voru auðvitað engir englar, en fyrst Hollendingum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn voru þetta sanngjörn úrslit.

Portúgalski markmaðurinn var hrikalega dapur - skil ekki að Hollendingarnir hafi ekki látið langskotunum rigna á hann. Gerrard, Lampard og Beckham munu ekki hlífa honum.

En svona fór það.

Næsta leik, takk.


< Fyrri færsla:
Tre døgns rapport
Næsta færsla: >
Kvartað yfir regnskorti
 


Athugasemdir (2)

1.

Sigmar reit 26. júní 2006:

Á Íslandi segjum við spjöld...

2.

Þórarinn sjálfur reit 26. júní 2006:

Det er det som sker hvis man bor for længe i udlandet, så glemmer man hvordan ens eget sprog snakkes...

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry