Nokkrar nýjar myndir

Á sunnudeginum fór ég í smá sólskinstúr upp á meginlandið og upp að Kastellet. Heilsaði í leiðinni upp á (hina) túristana sem voru að heilsa upp á litlu hafmeyjuna.

Búinn að skella upp nokkrum myndum.

Cosmó Group hefur líka birt myndir frá flutningum helgarinnar. Sést glytta í mig á einhverjum þeirra.

Bolti

Frakkar komnir áfram. Hélt reyndar með Spánverjunum en Frökkunum tókst að stöðva allt sem þeir rauðu reyndu. Á heildina er litið var þetta því líklega verðskuldað.

Zidane kom vel á óvart, Henry illa. Verður fróðlegt að sjá hvort Brössunum tekst að snúa á vörn Frakkanna.

Imbinn

Dr. Who að byrja á DR1. Verður fróðlegt að sjá hvað allt fössið er um.


< Fyrri færsla:
Kvartað yfir regnskorti
Næsta færsla: >
Horft til veðurs
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry