júlí 2006 - færslur


Nokkuð merkilegur andskoti

Kominn heim frá Roskilde Festival, rykugur upp fyrir haus. Búin að vera frábær helgi, mikil sól, mikil tónlist, gríðarlegur mannfjöldi.

Fótbolti og sólbruni

Satt best að segja veigra ég mér við að byrja á Hróarskeldupisli (enda nokkuð viss um að hann verður langur og ítarlegur). Þess í stað ætla ég að tuða um fótbolta og sólbruna.

Frekar erfiður tilraunadagur

Hér heldur hitastigið sér rétt yfir 25 gráðum. Væri svosem notalegt ef við værum ekki að gera tilraunir í loftlítilli skólastofu sem snýr mót sólu.

Spagettíin tóku bratwurstpylsurnar

Fyrir leikinn gat ég eiginlega ekki fengið mig til að halda með öðru hvoru liðinu. En í leikslok var þetta líklega verðskuldað hjá Ítölum, þótt þetta hefði auðvitað getað farið á báða vegu.

Myndir frá Hróarskeldu

Þá er ég búinn að mjatla inn rúmlega 80 myndum teknum á Hróarskeldu og skrifa stutta myndatexta við þær allar. Ferðasagan bíður þess að kólni aðeins hér í KBH.

Svotil næstum búin...

Í dag stigum við stórt skref í lokaverkefninu þegar við fengum 16. og síðasta "alvöru" þátttakandann (og þar með 20 alls). Nú er bara eftir að skrifa svona 70 kjarnyrtar og snilldarfylltar síður.

Ákvörðun liggur fyrir

Það er kannski kominn tími til að bókfæra hér ákvörðun sem er í raun búin að liggja fyrir í nokkrar vikur, þ.e. um það hvar ég ætla að búa næsta vetur.

Valið og hafnað

Það sem kannski einkennir einna helst ferð á Hróarskelduhátíðina er þörfin á að velja milli allra þeirra möguleika sem eru í boði. Það er líka aldrei að vita fyrirfram hverjir koma skemmtilega á óvart (og öfugt), en það er ekkert annað í stöðunni að gera en að láta slag standa og lifa með því sem maður velur.

Fjögurra ára hlé

Þá eru fjögur ár í næsta HM. Þetta held ég að hafi verið skemmtilegasti úrslitaleikur sem ég hef séð lengi - a.m.k. fram að framlengingunni.

Krambúleraður á stórutá

Í dag gerði ég nokkuð sem ég hef ekki gert í tæpt ár; spilaði fótbolta. Ég held ég fari rétt með að þetta sé í fyrsta skipti á ævinni sem dæmt er af mér mark vegna rangstöðu.

Mælt með Morrissey

Líkt og aftökusveitin í Black Adder miðar ritstjórn thorarinn.com að því að sinna óskum lesenda og mælir því formlega með tónleikum Morrissey (með fyrirvörum þó).

Tortryggjandi eigin sjálfsblekkingu

Það verður óhjákvæmilega ýmislegt sem ég mun sakna héðan frá Köben þegar ég flyt aftur til Reykjavíkur. Eitt af því verður pottþétt sumarveðrið. Þetta er bara næstum eins og á Egilsstöðum í gamla daga!

Skreyttur stolnum fjöðrum

Ég hef verið skammaður fyrir strjálar færslur upp á síðkastið. Ber fyrir mig annríki. Til að blíðka lestrarþyrsta lesendur skreyti ég mig tveimur stolnum fjöðrum.

Streita í sólinni

Nú fer vikum í lokaverkefninu óðum fækkandi; einn og hálfur mánuður í skilin núna. Streitan aðeins farin að segja til sín hjá ónefndum lokaverkefnismeðlimum.

Óbrotinn úr boltanum

Er að skríða í hús eftir rétt tæplega 90 mínútna boltaleik í rúmum 25 stigum og steikjandi sól. Skilst að ég sé svolítið rjóður en get vottað að ég er með alla útlimi á sínum tilætluðu stöðum.

Kólnar í kolunum

Þá er heitasti dagur sumarsins að baki hér í .dk og nú kólnar jafnt og þétt næstu daga og ætti að fara niðurfyrir 25 stigin á þriðjudag.

Þungu fargi létt

Eftir að við skötuhjúin höfum setið sveitt við að lesa yfir og snurfusa texta í mestallan dag verð ég að viðurkenna að mér er nokkuð létt.

Reykjavík eftir viku

Þá eru einstaka dagsetningar sumarfrísins að skýrast, nú síðast að ég kem til Reykjavíkur að kvöldi laugardags eftir viku.

Skór í gættinni

Þegar heitt er í veðri er ekki annað að gera en að opna gluggann upp á gátt og skella einhverju í dyragættina til að lofta í gegn. Safnast sér um líkir.

Frá leiðinlegum mönnum

Heimsókn á vef Björgvins leiddi mig að mjög óáhugaverðri mynd af götu í Beijing, það leiddi hugann að vef leiðinlegu mannanna dauðyflanna og þar slysaðist ég inn á bráðskemmtilegt (en döll) trix.

Farinn í frí

Þá er ég næstum farinn í frí. Bara eftir að kvitta í dagbókina og koma sér út úr skólanum.