Nokkuð merkilegur andskoti

Þá er ég kominn heim frá Hróarskeldu.

Frekari frásagnir bíða aðeins, nú er að skola af sér rykið áður en ég leggst í rúmið.

Tók 156 myndir um helgina. (En gleymdi þó myndavélinni á föstudeginum). Geri ráð fyrir að eitthvað best-of skili sér í myndaalbúmið þegar fram líður.

Svo mun ég gera einhverja samantekt við fyrsta tækifæri - þó ekki sé nema til að leyfa lesendum að skamma mig fyrir að hafa sleppt akkúrat þeirra átrúnaðargoðum.

En það þurfti að velja og hafna og taka strategískar ákvarðanir.

Meira um þetta allt saman síðar.

En svo það sé tekið fram - þetta var snilldarhelgi. Príma. Frábært. Brilljant.

Hversdagurinn tekur svo við á morgun...


< Fyrri færsla:
Horft til veðurs
Næsta færsla: >
Fótbolti og sólbruni
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry