Frekar erfiður tilraunadagur

Niðurstaðan af tilraunum dagsins er að það frekar óheppilegt að halda tilraunir þar sem mikið þarf að huxa og einbeita sér í loftlitlum vistarverum sem vísa móti sól.

Það gekk hreinlega allt á afturfótum, bæði hjá tilraunakanínunum, tilraunaumhverfinu og hjá okkur stjórnendum. Þegar við komum svo til baka á skrifstofuna okkar nenntum við hreinlega ekki að setjast við að púsla saman talnabrotunum sem við þó náðum að bjarga.

Á morgun fáum við svo Japana sem talar lélega ensku sem tilraunakanínu, það verður fróðlegt.

Hef minni áhyggjur af Hollendingnum, hún talar fína ensku.

Verst að þegar maður kemur heim eftir svona heita daga nennir maður eiginlega ekki að hafa sig af stað nema eitthvað sé skipulagt.

Það verður á morgun, þegar við ætlum að hittast nokkur úr skólanum og grilla á ströndinni.

Búinn að kaupa ástralskar nautasteikur og er að láta þær marinerast í BBQ kryddlegi. Verður eflaust besta skemmtan.

Ég var svo að ákveða það að reyna að vera mættur á skrifstofuna klukkan átta í fyrramálið (í stað hálf-tíu eins og oftast hefur verið raunin undanfarið).

Verður fróðlegt að sjá (og upplifa).

En svona hvað úr hverju þarf ég að fara að sparka skrifkvörninni í gang.

Talandi um það þá skilst mér að nú sé útkomið nýtt tölublað Tölvumála þar sem er miðopnuviðtal við mig um sjónvarpsútsendingar í farsíma, byggt á 16 vikna verkefninu mínu frá síðasta hausti.

Alltaf gaman að vera pínu frægur.


< Fyrri færsla:
Þórarinsdóttir er fædd
Næsta færsla: >
Spagettíin tóku bratwurstpylsurnar
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry