Spagettíin tóku bratwurstpylsurnar

Ítalirnir voru mun betri í fyrri hálfleiknum.

Í þeim seinni virtust bæði lið rembast við að gera ekki mistök og Ítalir sýndu sína leiðinlegustu varnarhlið. Hún dugði hins vegar til þess að Þjóðverjar sem virtist vanta sjálfstraust náðu ekkert að gera af viti.

Undir lok leiksins færðist fjör í tæklingarnar, en það blasti við með löngum fyrirvara að þetta færi í framlengingu.

Í framlengingunni virtust Þjóðverjarnir komnir með hugann við vítaspyrnukeppnina, þá staðreynd að þeir hafa unnið 4 vítaspyrnukeppnir af 4 á VM og Ítalir tapað öllum 3 sem þeir hafa tekið þátt í á VM.

Um allt Þýskaland voru menn teknir að spá í vítaspyrnumiða Lehmanns, en Ítalirnir voru enn á því að vinna leikinn með marki og það tóxt.

Glæsilegt skot af bakverði að vera.

Leiklistarverðlaun dagsins falla aldrei þessu vant ekki til Ítala heldur til Ballack sem í framlengingunni óð með olnbogann í ítalskan varnarmann og féll svo niður með mölbrotið andlit þegar sá ítalski datt og hélt um hnakkann. Ítrekaðar endursýningar sýndu að ef eitthvað kom við andlitið á honum var það hans eigin treyja.

En fjandakornið, Ítalir eiga varla skilið að verða heimsmeistarar...


< Fyrri færsla:
Frekar erfiður tilraunadagur
Næsta færsla: >
Myndir frá Hróarskeldu
 


Athugasemdir (2)

1.

Sigmar reit 05. júlí 2006:

Ég get varla verið meira ósamála þér, mér fannst leikurinn ótrúlega opinn, mikill hraði og hvorugt liðið lá aftarlega...miðað við þennan leik þá eiga Ítalarnir alveg skilið að verða heimsmeistarar.

2.

Þórarinn sjálfur reit 05. júlí 2006:

OK, það má kannski lesa út úr þessu full neikvæðan tón, en miðað við hvað fyrri hálfleikurinn var opinn fannst mér varkárnin taka yfirhöndina í þeim síðari.

En annars getum við eflaust verið sammála um að vera ósammála ;)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry