Svotil næstum búin...

Hér var spáð hressandi rigningu í dag, en hún lét ekki á sér kræla. Þess í stað svitnuðum við bara á kontórnum eins og venjulega, þar til við fluttum okkur niður í game-lab og héldum áfram í tölfræðileikfimi þar til við gáfumst upp og skildumst án þess að taka hinn lögboðna fredagsbarsbjór.

Ætlum hins vegar að hittast fyrir hádegi á morgun og reyna að berja saman eins endanlegri beinagrind og hægt er.

Annars þykist ég vera kominn með alla tölfræðiúrvinnsluna úr þessum tilraunum okkar nokkurn vegin á hreint. Niðurstöðurnar eru í raun mun betri en við þorðum að vona.

Kvöldhiti

Hér er áfram jafn heitt á kvöldin og ég jafn latur.

Í gær ætlaði ég að skella mér í hressingartúr á ströndina eftir kvöldmat, var passlega búinn að setja gos og bjór niður í tösku þegar var hringt í mig og ég boðaður í öl og spjall í eldhúsinu.

Yfirgaf reyndar samkomuna snemma og skreið í bólið fyrir miðnætti.

Í kvöld var mér boðið að vera fylgifiskur í partí uppi á Nörrebrú en ég var allt of latur til að láta verða af því. Sat þess í stað og horfði á þátt frá Hróarskeldu í sjónvarpinu og skellti inn myndunum frá strandgrilli miðvikudagsins. Þar gefur að líta stóran hluta af krökkunum sem ég þekki á DKM línunni.

Strandlíf er gott líf. Er svo boðaður á sömu strönd á sunnudaginn að hitta Sigga, Jónínu, Ágúst og fylgifiska.

Annars segir spáin að hitastigið eigi að færast niður í 20-25 stig með auknu skýjafari næstu daga. Vonandi færir það smá kvöldlífi í mig - núna er jassfestivalið byrjað og mér skilst að það séu 920 tónleikar á dagskránni. Ég verð nú að reyna að ná einhverju af því.


< Fyrri færsla:
Myndir frá Hróarskeldu
Næsta færsla: >
Ákvörðun liggur fyrir
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry